fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Lindex styrkir Krabbameinsfélag Íslands sjöunda árið í röð

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérlega ánægjulegur árangur hefur náðst vegna sölu Bleiku slaufunnar, Bleika armbandsins og nú fjölnota pokanna til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini.  Í krafti viðskiptavina hefur Lindex lánast að selja upp allt upplag Bleika armbandsins sem sérstaklega er hannað fyrir Lindex í tilefni baráttunnar og Bleiku slaufunni.  Einnig eru Bleiku pokarnir að mestu uppseldir.

3,3 milljónir króna renna til baráttunnar

Styrkur sem rennur til Krabbameinsfélags Íslands og samanstendur af sölu Bleiku slaufunnar, Bleika armbandsins og Bleiku fjölnota pokanna er því sérlega veglegur eða að upphæð rúmlega 2,5 milljónir króna   Þetta telst vera meðal hæstu styrkja Lindex til þessa til baráttunnar gegn brjóstakrabbameini.

Sameiginleg barátta okkar sem nú spannar næstum áratug hefur staðið okkur mjög nærri og höfum við í krafti viðskiptavina okkar gert baráttuna að okkar.  Verkefni Krabbameinsfélags Íslands snertir okkur sem og velflesta með einum eða öðrum hætti og erum við því stolt og um leið þakklát að geta státað af þessum árangri í krafti okkar frábæru viðskiptavina,” segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi í tilkynningu frá Lindex.

Til viðbótar hefur sala farið fram í gegnum verslanir Lindex og samstarfsaðila til styrktar Krabbameinsfélagi Selfoss, Krabbameinsfélagi Akureyrar, Krabbameinsfélagi Akraness og Krabbameinsfélagi Keflavíkur sem njóta samanlagt yfir 700 þúsund króna styrks vegna þessa þetta árið.

Samtals er því framlag viðskiptavina Lindex til baráttunnar gegn brjóstakrabbameini 3,3 milljónir króna árið 2018.

Frá upphafi hafa safnast um 19 milljónir króna í gegnum Lindex til baráttunnar gegn brjóstakrabbameini.

„Þessi mikli stuðningur sem Lindex veitir okkur er ómetanlegt innlegg í baráttuna gegn krabbameinum. Til að Krabbameinsfélagið geti sinnt starfi sínu og veitt þeim sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra þjónustu, reiðir félagið sig á stuðning almennings og fyrirtækja. Bakhjarlar á borð við Lindex sem standa með okkur ár eftir ár skipta okkur því gífurlega miklu máli,” segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Hryllileg hrekkjavaka

Vikan á Instagram – Hryllileg hrekkjavaka
Fókus
Í gær

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er erfiðasti aldurinn til að vera á að mati Tom Hanks

Þetta er erfiðasti aldurinn til að vera á að mati Tom Hanks
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvaða frægu fermingardrengir eru þetta?

Hvaða frægu fermingardrengir eru þetta?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“