fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Halldór heldur Opið svið í 40. sinn – Allir velkomnir að vera með

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudaginn 9. nóvember heldur trommuleikarinn Halldór Lárusson Opið svið í Grindavík. Áfanginn er merkilegur því þetta er 40 skiptið sem Opið svið er haldið, en ávallt er frítt inn og öllum velkomið að stíga á svið með þeim félögum.

Hljómsveitin, sem kallar sig ¾, er skipuð upphafsmanninum Halldóri Lárussyni á trommur, Ólafi Þór Ólafssyni (Hobbitarnir, Föruneytið) á gítar og söng, og Þorgils Björgvinssyni (Sniglabandið) á bassa og söng.

„Opið svið varð til árið 2013 þegar ég kom að máli við fyrrum eigendur kaffihússins Bryggjunnar í Grindavík, bræðurna Aðalgeir og Kristin Jóhannssyni um að halda Opið Svið á Bryggjunni eitt sumarkvöld þar sem fólki gæfist kostur á að stíga á svið og syngja eða leika með nokkrum þaulvönum tónlistarmönnum,“ segir Halldór.

Bræðrunum leist vel á hugmyndina og vakti viðburðurinn svo mikla lukku að hann var endurtekinn nokkru síðar. Ekki leið á löngu áður en fólk fór að óska eftir að viðburðurinn yrði haldinn oftar enda var heimilislega og afslappaða stemningin farin að spyrjast út, ávallt húsfyllir og gestir farnir að koma frá öllum Suðurnesjum og Reykjavík.

„Núna fimm árum síðar eru skiptin orðin 40, en Opna Sviðið hefur nú flutt sig um set og er nú haldið á veitingastaðnum Fish House, Grindavík eftir að Aðalgeir og Jóhann seldu Bryggjuna,“ segir Halldór.

Fertugasta Opna Sviðið verður nú á föstudaginn 9. nóvember á Fish House í Grindavík frá kl. 22-1 og verður öllu tjaldað til og fólki boðið til afmælisveislu: 40. skipti, 5 ár!

„Ávallt er frítt inn og fólki boðið að taka lagið, segja sögur nú eða spjalla og leysa lífsins vanda.“

Viðburður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“