fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Druslugangan og Iceland Airwaves í samstarf – Gestir hvattir til að passa upp á hvort annað

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýleg bresk rannsókn leiddi í ljós að um 43% kvenkyns tónleikagesta hafa upplifað kynferðislegt áreiti á tónlistarhátíðum. Iceland Airwaves og Druslugangan hafa tekið höndum saman í að reyna markvisst að sporna gegn þessum raunveruleika. 

Samstarfið felst í því að öryggisstarfsfólk hátíðarinnar fá leiðbeiningar frá Hrönn Stefánsdóttur hjúkrunarfræðingi og yfirmanni Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis um það hvernig best er að bregðast við ef hátíðargestur verður fyrir kynferðislegu áreitni eða ofbeldi. Sérstök veggspjöld verða sett inn á öll salerni á tónleikastöðum hátíðarinnar til þess að fræða fólk um hvað er til ráða ef þau verða fyrir áreiti. Einnig verða haldnar umræður á ráðstefnuhluta hátíðarinnar þar sem farið verður yfir samstarfið og reynt að kryfja það hvað tónleikahaldarar og tónleikagestir geta gert til þess að standa með þolendum áreitis og ofbeldis og hvernig hægt er að sporna við slíkri hegðun. 

Gestir hátíðarinnar eru einnig hvattir til þess að passa upp á hvort annað og láta gæslu hátíðarinnar vita strax ef þau sjá eitthvað sem ekki virðist vera í lagi. Áreiti og ofbeldi af öllu tagi er ekki liðið á Iceland Airwaves. Gestir hátíðarinnar eiga rétt á því að skemmta sér án þess að verða fyrir áreiti eða ofbeldi.

Iceland Airwaves hátíðin fer fram í 20. sinn dagana 7. – 10. nóvember í miðborg Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Í gær

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa