fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fókus

Sóley Organics og Skógræktin skrifa undir 20 ára samning – „Frábært fyrir báða aðila“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 08:30

Sortulyng tínsla í sumar, Eygló yfirtínari og Nói hundur Sóleyjar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega skrifuðu Sóley Organics snyrtivörur og Skógræktin undir 20 ára samning til að tryggja og undirbúa fyrirhugaða aukningu Sóley Organics.

„Þetta er frábært fyrir báða aðila, þar sem Skógræktin er ánægð að það er verið að nýta það sem fellur til við grisjun og nýtingu skógana á ábyrgðarfullan hátt með lífrænni vottun og Sóley Organics tryggir sér jurtir fyrir fyrirhugaða aukningu um komandi ár,“ segir Vala Steinsdóttir framkvæmdastjóri Sóley Organics.

Skrifað undir samning, Björn B. Jónsson Markaðsstjóri Skógræktarinnar og Sóley Elíasdóttir stofnandi Sóley Organics.

Um snyrtivörurnar

Sóley Organics snyrtivörur eru vottaðar náttúrulegar og lífrænar af bæði Ecocert, sem er stærsta vottunarstofa Evrópu, og Tún sem vottar íslenskar landbúnaðarvörur. Fjölskylda, vinir og starfsfólk kemur saman og tínir villtar jurtir af vottuðum svæðum, undir dyggri stjórn Eyglóar dóttur Sóleyjar. Eygló er okkar reynslumesti tínari. Vörurnar eru svo framleiddar á Íslandi, með fersku vatni, endurnýtanlegri orku og eru lausar við öll efni sem gætu veitt náttúrunni og mönnum skaða.

Vatnið í vörurnar kemur frá Kaldbaki og vörurnar eru svo framleiddar á Grenivík.

Upphaf Sóley Organics

Konan að baki Sóley Organics er Sóley Elíasdóttir en hún starfaði áður sem farsæl leikkona til fjölda ára. Sóley á ekki langt að sækja áhugann og þekkinguna á íslenskum lækningajurtum því að baki henni standa margir ættliðir grasalækna og nokkrir þeirra hafa orðið meðal þekktustu alþýðuhetja á Íslandi. Það kom því engum á óvart að Sóley skyldi taka upp þráðinn frá langalangömmu sinni, Grasaþórunni (Þórunni Gísladóttur) og hefja framleiðslu smyrsla, eftir aldagamalli uppskrift sem varðveist hafði í fjölskyldu Sóleyjar. Sóley vildi nýta uppskriftina sem grunn að línu snyrtivara sem væru náttúrulegar, lífrænar og góðar fyrir umhverfið. Í snyrtivörunum eru villtar og kraftmiklar íslenskar jurtir; birkir, víðir, vallhumall og sortulyng. Þær eru uppistaðan að vörulínunni sem samanstendur af hágæða húð- og hárvörum sem hafa verið í stöðugri þróun frá árinu 2007.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Rómantískur eiginmaður fór heim með allt aðra vöru – „Klaufalegt klúður af okkar hálfu“

Rómantískur eiginmaður fór heim með allt aðra vöru – „Klaufalegt klúður af okkar hálfu“
Fókus
Í gær

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024
Fókus
Í gær

Gummi og Lína ástfangin í fimm ár – „Þú og ég á móti heiminum“

Gummi og Lína ástfangin í fimm ár – „Þú og ég á móti heiminum“
Fókus
Í gær

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“