fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Lítt þekkt ættartengsl: Verkalýðsforinginn og ráðherrann

Fókus
Mánudaginn 5. nóvember 2018 15:00

Drífa Snædal Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum var Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, kjörin forseti ASÍ. Hún er fyrst kvenna til að gegna því starfi. Drífa er vinstri sinnuð baráttukona með ríka sómakennd. Til marks um það sagði hún sig úr Vinstri grænum þegar flokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Drífa á ekki langt að sækja blóðrauðan baráttuandann. Afi hennar var Stefán Ögmundsson, eldheitur sósíalisti og baráttumaður fyrir kjörum íslenskra prentara. Hann var um tíma varaforseti ASÍ. Systursonur Stefáns, og þar með náfrændi Drífu, er annar baráttumaður. Það er Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.

 

Ögmundur Jónasson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“

Ronan Keating brjálaður: „Þú mátt drepa mann og ganga frjáls“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“