fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Litla skrímslið og stóra skrímslið á ferð og flugi í Danmörku

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldusýningin Skrímslin bjóða heim sem byggð er á bókum norræna þríeykisins Áslaugar Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal um Stóra skrímslið og Litla skrímslið er nú á ferð og flugi um Danmörku.

Sýningin var sett upp í menningarhúsi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi haustið 2015, í Norðurlandahúsinu í Færeyjum vorið 2017 og er nú til sýnis í Bókasafni Gentofte í Danmörku. Þar er hún á dagskrá undir merkjum verkefnisins „Fang fortællingen“ eða „Fangaðu frásögnina“ og er ein af tíu farandsýningum sem flakka á milli bókasafna í Danmörku frá 2018-2020. „Danska útgáfan“ af sýningunni er smækkuð útfærsla af upphaflegu sýningunni til að sem flest bókasöfn eigi þess kost að setja hana upp.

Hönnun og sýningarstjórn var í höndum Áslaugar Jónsdóttur og Högna Sigurþórssonar.

Sýningunni hefur verið afar vel tekið á öllum sýningarstöðum. Boðið hefur verið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn þar sem unnið er með inntak skrímslabókanna. Þeir sem eiga leið til Danmerkur geta fylgst með hvar sýningin er stödd hverju sinni en nú þegar er búið að panta sýninguna á bókasöfnin í Ballerup, Rudersdal, Kolding og Álaborg. Sjá Facebook síðu verkefnisins Fang fortællingen.

Þeir sem vilja kynna sér verkefnið og fylgjast með hvað Litla skrímslið og Stóra skrímslið eru að bralla hverju sinni er bent á bloggsíðu Áslaugar Jónsdóttur.

Verkefnið hlaut styrk frá Norræna menningarsjóðnum.

Ljósmyndir tók Christoffer Askman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“