fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fókus

Hundateymi lögreglunnar í Vancouver gefur út góðgerðardagatal – Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vinsælt að útbúa dagatöl og selja til styrktar góðu málefni og lögreglan í Vancouver í Kanada lætur sitt ekki eftir liggja.

„Útgáfa dagatalanna hófst árið 2009 þegar Mike Anfield varðstjóri, sem kominn var á eftirlaun, hóf útgáfu þeirra til að heiðra minningu eiginkonu hans, Candy Anfield, sem lést úr brjóstakrabbameini árið 2004.“

Allur ágóði rennur til B. C. Krabbameinssamtakanna og B. C. Barnaspítalasjóðsins. „Lögregluhundarnir hlýddu allir yfirmönnum sínum við myndatökuna og sátu kyrrir á meðan á myndatökum stóð. Þú sérð persónuleika hvers og eins þeirra á myndunum. Brando er alveg jafn töff og hann lítur út með sólgleraugun á. Bailey elskar pásur á kaffihúsi. Jack tekur starfið alvarlega og er alltaf ákveðinn í að komast að sannleikanum þegar kemur að því að yfirheyra grunaða.“

Í dag eru 15 hundateymi hjá lögreglunni í Vancouver, í hverju þeirra er einn hundur og þjálfari hans.

„Lögregluhundarnir eru mikilvægir fyrir deild okkar þar sem þeir eru þjálfaðir í ýmsum verkefnum eins og: leit, handtöku, varðveislu sönnunargagna, og að finna eiturlyf, skotvopn og sprengiefni.“

Teymin bregðast við yfir 10 þúsund útköllum árlega.

Dagatalið kostar 15 dollara og má panta hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja