Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, vann einstakt afrek þegar hún lauk við 400 km hlaup í Gobi eyðimörkinni í Kína í september. Hún vann í kvennaflokki og var langfyrst þar og í sjöunda sæti í heild.
Ultra Gobi er 10 maraþona hlaup yfir eyðimörkina í Gobí í Kína, úr 10 stiga frosti í fjöllum í 30 stiga hita í eyðimörkinni og þátttakendur hafa 150 klst. eða sex daga til að ljúka hlaupinu. Elísabet setti sér það markmið að ljúka hlaupinu á fjórum dögum, og lauk því á 96 klst. og 54 mínútum.
Pétur Einarsson tók viðtal við Elísabetu fyrir þáttaröðina Eldhugar á Hringbraut um þetta einstaka afrek og var viðtalið tekið í Öskjuhlíðinni þar sem Elísabet æfir sig meðal annars fyrir hlaup eins og Ultra Gobi.
Það var rosalega kalt þarna og líka vindur sem blés af hærri fjöllum niður á hlaupaleiðina, en ég var vel búin og hafði sett góðar flíkur á margar hvíldarstöðvar. Þannig að ég þoldi þetta ágætlega, þrátt fyrir að ná ekki að mynda mikinn varma í líkamann og svefnleysið og þreytan að segja til sín.
Elísabet segir Öskjuhlíðina frábæran stað til að æfa fyrir utanvegahlaup og segir það henta henni vel.