fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Sunneva Einars vinsælust á Instagram – „Tekur á þegar það koma sögur um mann og maður á sína góðu og slæmu daga“ – Ein mynd tekur allt að 3 tíma

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 15:00

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjörnur eru mikið í umræðunni þessa dagana og hvort að orðið „áhrifavaldur“ sé réttnefni á einstaklingum sem áberandi eru á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og Snapchat.

Það er þó óumdeilt að Sunneva Einarsdóttir er með þeim vinsælustu á Instagram og Snapchat (sunnevaeinars), en þegar þetta er skrifað er hún með 36.500 fylgjendur á Instagram og þeim fer stöðugt fjölgandi.

Mynd: Instagram

Sunneva er sjötti gestur Einkalífsins á Vísi, en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Segir Sunneva að hún leggi gríðarlega mikla vinnu í hverja mynd sem hún birtir á Instagram.

Það fer mjög mikið eftir því hvort ég er að eiga góðan dag eða ekki. Ef hárið er í lagi eða make-upið en þetta getur tekið upp í tvo til þrjá tíma. Allt dæmið getur tekið langan tíma. Ef maður vill finna góða staðsetningu en flestallar myndirnar taka um eina klukkustund.

Mynd: Instagram

Segir Sunneva að hún fái aðstoð við myndatökurnar, oftast séu það vinkonur hennar eða litla systir hennar.

Annars er það bara sá sem er næstur mér. Ég sendi oft á vinkonur mínar og spyr bara hver sé laus. Ég á eina vinkonu sem er mikið í þessu og við förum oftast saman og hjálpumst að

Í þættinum ræðir Sunneva einnig um þegar hún hitti söngkonuna Jennifer Lopez, kvíðann sem fylgir því að vera svona stór persóna á samfélagsmiðlum hér á landi, um duldar auglýsingar og framtíðina á sviði samfélagsmiðla en Sunneva er í námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“