fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Þeir eru Íslenskir frímúrarar: Leynd yfir gögnum – Áhrifamenn í þjóðfélaginu

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 3. nóvember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil dulúð hefur löngum sveipað Frímúrararegluna, mun meiri en annarra bræðralaga svo sem Kiwanis eða Rotary. Vilja sumir meina að þeir stjórni heiminum en aðrir að þetta sé eingöngu mannræktarfélag. Hvað sem því líður er það sem fram fer á frímúrarafundum leyndarmál.

Þúsundir íslenskra karlmanna eru frímúrarar og má glöggt þekkja þá af hringunum sem þeir bera. Uppruni reglunnar er í Bretlandi og þaðan barst hún út um allan heim. Fyrsta stúkan hérlendis var stofnuð árið 1919 og sjálfstæð regla árið 1951. Yfirmaður reglunnar, eða stórmeistari, var þá enginn annar en forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson.

Leynd fræði

Samkvæmt lögum reglunnar er markmiðið að göfga og bæta mannlífið og eru þar upptalin sjö gildi, eða hyrningarsteinar: Trúin á guð – Hinn hæsta, dyggðin, kærleikurinn, eindrægnin, þagmælskan, iðjusemin og stöðuglyndið. „Trúin eða dýrkun Guðs, Hins Hæsta, er upphaf og kjarni Reglunnar,“ segir þar.

Aðeins karlmenn eru teknir inn í regluna og þurfa þeir meðmæli frá tveimur reglubræðrum. Þeir verða að játa kristna trú, hafa óflekkað mannorð og vera sjálfráðir eigna sinna. Hægt er að draga umsóknina til baka í matsferlinu en eftir það er ekki hægt að ganga út nema í „sérstökum tilvikum.“

Þagmælskan er tekin alvarlega og í reglum stendur: „Utan vébanda Reglunnar er honum (reglubróður) alls óheimilt að ræða við nokkurn mann um innri störf eða siði hennar, nema því aðeins, að hann sé fullviss um, að hann tali við frímúrarabróður og viti stigtign hans. Skal hann þá haga orðum sínum eftir því.“ Þá er reglubræðrum bannað að ganga í önnur félög sem byggja á leynd. Enn fremur:

„Frímúrarabróður er stranglega bannað, án sérstakrar heimildar hverju sinni, að hafa í sinni vörslu nokkur gögn er varða hin leyndu fræði Reglunnar, hverju nafni sem nefnast, hvorki frumgögn né eftirmyndir.“

Fjölmargir áhrifamenn í íslensku þjóðfélagi hafa verið og eru frímúrarar. DV tók saman nokkur nöfn núverandi og fyrrverandi reglubræðra.

 

Gunnar Bragi Sveinsson
Dró Ísland úr ESB-viðræðum.

Gunnar Bragi Sveinsson

Þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.

 

Ragnar Önundarson
Gagnrýndi þingkonu fyrir prófílmynd.

Ragnar Önundarson

Fyrrverandi bankastjóri Iðnaðarbankans.

 

Jakob Frímann Magnússon Barðist fyrir réttindum tónlistarmanna í STEF.

Jakob Frímann Magnússon

Tónlistarmaður og Stuðmaður.

 

Júlíus Vífill Ingvarsson
Nýlega ákærður fyrir peningaþvætti.

Júlíus Vífill Ingvarsson

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Ingvars Helgasonar og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

 

Vigfús Bjarni Albertsson
Vildi verða forseti.

Vigfús Bjarni Albertsson

Sjúkrahúsprestur og forsetaframbjóðandi.

 

Vilhjálmur Egilsson
Rektor og fyrrverandi þingmaður.

Vilhjálmur Egilsson

Rektor háskólans á Bifröst og þingmaður Sjálfstæðisflokksins árin 1991 til 2003.

 

Jónsi í Svörtum fötum
Tvisvar sungið í Eurovision.

Jón Jósep Snæbjörnsson

Tónlistarmaður og söngvari Í svörtum fötum.

 

Björn Ingi Hrafnsson

Athafnamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.

 

Pálmi Gestsson
Ræddi regluna árið 2004.

Pálmi Gestsson

Leikari og Spaugstofumaður.

 

Þórir Stephensen
Játaði kynferðisbrot á Biskupsstofu.

Þórir Stephensen

Fyrrverandi dómkirkjuprestur.

Hilmir Snær Guðnason
Einn ástsælasti leikari Íslands.

Hilmir Snær Guðnason

Leikari hjá Þjóðleikhúsinu.

 

Þorgils óttar
Handboltahetja á árum áður.

Þorgils Óttar Mathiesen

Fyrrverandi forstjóri Sjóvá og handboltastjarna

 

Valur Valsson
Fyrrverandi bankastjóri.

Valur Valsson

Fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka

 

Garðar Cortes
Stórsöngvari.

Garðar Cortes

Stórsöngvari og stofnandi Söngskólans í Reykjavík

 

Örn Bárður Jónsson
Hefur munninn fyrir neðan nefið.

Örn Bárður Jónsson

Fyrrverandi sóknarprestur Neskirkju.

 

Sveinn Björnsson
Fyrsti forseti Íslands.

Sveinn Björnsson

Fyrsti forseti lýðveldisins og æðsti maður reglunnar.

 

Ásgeir Ásgeirsson
Annar forseti lýðveldisins.

Ásgeir Ásgeirsson

Annar forseti lýðveldisins og forsætisráðherra.

 

Jóhannes Kjarval
Fremsti landslagsmyndlistarmaður Íslands.

Jóhannes S. Kjarval

Myndlistarmaður.

 

Vilhjálmur Þór
Einn áhrifamesti maður á Íslandi.

Vilhjálmur Þór

Utanríkisráðherra og seðlabankastjóri.

 

Albert Guðmundsson
Steig úr ráðherrastól í Hafskipsmálinu.

Albert Guðmundsson

Ráðherra, þingmaður og atvinnumaður í knattspyrnu.

 

Grímur Thomsen
Rómantískt skáld og bjó á Bessastöðum.

Grímur Thomsen

Skáld og þingmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“