fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Jólabasar Hringsins haldinn á sunnudag – Skemmtileg stemning

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. nóvember 2018 16:00

1. Stjórn Hringsins var boðið í heimsókn á skurðstofur Landspítala og var tilefnið að þakka fyrir gjafir frá félaginu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn margrómaði Jólabasar Hringsins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík á sunnudag kl. 13.

 

Basarinn nýtur mikilla vinsælda enda úrvalið fjölbreytt og glæsilegt. Síðustu ár hefur myndast örtröð þegar húsið opnar en stemningin skemmtileg. Fyrir marga er Jólabasar Hringsins ómissandi í aðdraganda jóla.

 

Á basarnum er boðin til sölu handavinna Hringskvenna, mest jólavara  en einnig margt fleira. Svo má ekki gleyma að borðin munu svigna undan alls konar bakkelsi.

 

Allt fé sem Hringskonur safna, gjafir og áheit rennur óskipt í Barnaspítalasjóð Hringsins. Allt starf er unnið í sjálfboðavinnu, yfirbygging félagsins er engin og félagið rekið með félagsgjöldum Hringskvenna sjálfra.

 

Jólavara Hringskvenna.

 

Það sem af er þessu ári hefur Hringurinn veitt styrki upp á 29 milljónir króna, sem lesa má um hér. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“