fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Fókus

Ásdís Rán vildi ekki sofa hjá forstjóranum: Missti vinnu í kjölfarið – „Hann hótaði mér“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 2. nóvember 2018 10:24

Ásdísi Rán þarf vart að kynna. Mynd: Brynja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit alveg hvernig þessi heimur er,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fyrirsæta, þyrluflugmaður og frumkvöðull, í viðtali í helgarblaði DV.

Í viðtalinu ræðir Ásdís um allt milli himins og kemur meðal annars inn á MeToo-byltinguna svokölluðu, en fjölmargar þekktar konur, bæði íslenskar og erlendar, hafa stigið fram síðasta árið og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi í ýmsum geirum. Hafa sögur úr skemmtanaiðnaðinum verið áberandi og þekkir Ásdís þann heim manna best.

„Mér finnst MeToo frábær bylting sem er búin að breyta heiminum til hins betra. Ég er mjög fegin að hún spratt upp fyrir hönd næstu kynslóðar og vonandi þurfa börnin okkar ekki að upplifa hegðun og ofbeldi af þessu tagi. Ég veit alveg hvernig þessi heimur er og hef mjög oft lent í svona atvikum og mjög oft misst af tækifærum út af því að ég hef ekki látið eftir einhverjum körlum í stjórnunarstöðum sem vilja fá sínu framgengt. Ég tapaði til dæmis áralöngu samstarfi við stærstu blaðaútgáfuna í Búlgaríu út af því að ég vildi ekki sofa hjá forstjóranum,“ segir Ásdís meðal annars í viðtalinu.

„Hann hótaði mér því að ég myndi aldrei vinna aftur með hans blöðum og það stóð, og stendur enn. Ég hef nú reyndar ekki sagt frá þessu í búlgörsku pressunni og væri eflaust í djúpum skít ef ég gerði það. Þannig að það eru margar verri sögur til undir yfirborðinu sem eru ekki sagðar einfaldlega út af því að maður getur lent í vondum málum í svona stórum löndum,“ segir Ásdís og undirstrikar hve mikilvæg henni finnist MeToo-byltingin vera.

„Það er mjög mikilvægt að deila þessum sögum því sögurnar skapa byltinguna og án þeirra hefði lítið gerst.“

Viðtalið má lesa í heild í helgarblaði DV en þar viðrar Ásdís meðal annars þá skoðun sína að íslenskir karlmenn séu orðnir alltof miklar kerlingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir lag Tinnu vera alveg eins og bandarískur slagari og gerði tilraun til að sýna það – „Mér finnst þetta vera stolið“

Segir lag Tinnu vera alveg eins og bandarískur slagari og gerði tilraun til að sýna það – „Mér finnst þetta vera stolið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brynja Dan segist heppin þrátt fyrir áföllin – „Ég er alin upp við að það er horft á mig“

Brynja Dan segist heppin þrátt fyrir áföllin – „Ég er alin upp við að það er horft á mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórhildur var bara að leita að bólfélaga þegar hún kynntist Marcel – Aðalatriðið á bak við gott kynlíf

Þórhildur var bara að leita að bólfélaga þegar hún kynntist Marcel – Aðalatriðið á bak við gott kynlíf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Júlí og Dísa, Bjarni og Tinna áfram í úrslit Söngvakeppninnar

Júlí og Dísa, Bjarni og Tinna áfram í úrslit Söngvakeppninnar