fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Ný bók Arnaldar kemur út í dag – Færð þú eintak 500 þúsund?

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlkan hjá brúnni, ný bók Arnaldar Indriðasonar, kemur í sölu í dag, en Arnaldur hefur gert það að hefð að gefa bækur sínar út á þeim degi.

Fljótlega mun fimmhundruð þúsundasta eintakið af bókum Arnaldar á Íslandi. Af því tilefni efnir Forlagið til leiks, í því tiltekna eintaki, því fimmhundruð þúsundasta selda, verður að finna gullmiða sem er ávísun á lúxusgistingu á Tower Suites í Borgartúni, máltíð á Skelfiskmarkaðnum og miða í Þjóðleikhúsið, allt fyrir tvo.

„Þau merku tíðindi munu eiga sér stað í byrjun nóvember að fimmhundruð þúsundasta eintakið af bók eftir Arnald mun seljast á Íslandi, en hann hefur þó selt á heimsvísu um 14 milljónir eintaka,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

Arnaldur hefur einokað toppsæti bóksölulista undanfarinna ára með glæpasögum sínum, í fyrra var Myrkrið á toppnum.

Eldri hjón eru áhyggjufull vegna dótturdóttur sinnar. Þau vita að hún hefur verið að smygla fíkniefnum og nú er hún týnd svo þau leita til Konráðs, fyrrverandi lögreglumanns, sem þau þekkja af afspurn. Konráð er með hugann við annað og stöðugt að grufla í örlögum föður síns sem var stunginn til bana fyrir mörgum áratugum. En þegar kafað er ofan í fortíðina kemur fleira í ljós en leitað var að og lítil stúlka sem drukknaði í Reykjavíkurtjörn fangar óvænt athyglina.

Stúlkan hjá brúnni er snjöll og nístingsköld saga um brostnar vonir og börn sem eiga sér hvergi skjól.

Arnaldur Indriðason hefur skrifað á þriðja tug glæpasagna sem allar hafa notið mikilla vinsælda heima og erlendis. Bækur hans hafa verið þýddar á um fjörutíu tungumál og miljónir eintaka selst um víða veröld, þar af um hálf miljón á Íslandi sem er einstakur árangur. Arnaldur hefur jafnframt hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir skáldsögur sínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu