fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Gísli Örn tekur við einu af aðalhlutverkunum í Elly

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 13:30

Ragnar Bjarnason, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson og Gísli Örn Garðarsson þegar hópurinn tók við gullplötu fyrir geisladiskinn með tónlistinni úr sýningunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Örn Garðarsson mun fylla skarð Hjartar Jóhanns Jónssonar í leikritinu Elly í Borgarleikhúsinu frá og með fimmtudeginum 29. nóvember. Hjörtur er önnum kafinn í öðru verkefni leikhússins. Gísli Örn er vel kunnugur verkinu þar sem hann skrifaði það ásamt Ólafi Agli Egilssyni og leikstýrði því.

 

Gísli tekur að sér nokkur hlutverk og mun hann meðal annars leika Eyþór Þorláksson og Svavar Gests, en þessir menn voru eiginmenn Ellyjar, – sá fyrsti og sá þriðji. Hjörtur þarf frí frá sýningunni í desember þar sem hann mun leika Ríkharð III í samnefndu leikriti Shakespeares sem verður jólasýning Borgarleikhússins.

 

Fyrsta sýning Gísla verður fimmtudaginn 29. nóvember og mun hann leika í sýningunni út árið. Þetta er í fyrsta skipti í nokkur ár sem hann stígur á svið á Íslandi. Að undanförnu hefur hann mestmegnis leikstýrt verkum í leikhúsi og leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum bæði hérlendis og erlendis.

 

Sýningin um Elly Vilhjálms var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í mars árið 2017 og hefur síðan þá verið sýnd rúmlega 160 sinnum sem gerir hana að vinsælustu íslensku sýningu allra tíma. Áhorfendur eru orðnir rúmlega 75 þúsund og virðist ekkert lát vera á vinsældum.

 

Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem hefur slegið í gegn í hlutverki Ellyjar, og aðrir leikarar verða áfram á sínum stað. Sýningar í desember eru komnar í sölu og hægt að tryggja sér miða á borgarleikhus.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“