fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Finnur þú gullmiða Ævars vísindamanns? – Ný bók og leikrit framundan

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævar Þór Benediktsson, eða Ævar vísindamaður, er afkastamikill listamaður.

Nýlega kom nýjasta bók hans, Þitt eigið tímaferðalag, í verslanir og Þitt eigið leikrit – Goðsaga verður frumsýnt snemma á næsta ári í Þjóðleikhúsinu.

Í einhverjum af fyrstu 1000 bókunum leynast 10 gullmiðar sem eru ávísun á ævintýralega leikhúsferð á sýninguna.

Miðarnir eru engir venjulegir leikhúsmiðar. Í fyrsta lagi mun Ævar fara með gullmiðahöfunum á sýninguna. Hann mun fara með þeim baksviðs og sýna þeim hvernig sýningin varð til og í þriðja lagi fá þeir að hitta alla leikarana eftir að sýningunni lýkur og spjalla við þau. Þetta verður dagur sem mun seint líða úr minni.

Bækurnar hans Ævars þar sem lesandinn ræður för eru flestum ef ekki öllum íslenskum barnafjölskyldum að góðu kunnar. Það er því einstaklega
spennandi og krefjandi verkefni að setja upp leikrit sem byggir á sömu hugmyndafræði þar sem áhorfendur ráða ferðinni. Þannig verður hver sýning einstök og útkoman ólík.

Sýningin er sú tæknilegasta sem sett er upp í Þjóðleikhúsinu á þessu leikári og hvergi er slegið af til að hún verði tilkomumikil og áhrifarík.

Það má með sanni segja að aðdáendur Ævars bíði óþreyjufullir eftir þessari sýningu því þegar er uppselt á fyrstu sjö sýningarnar.

Ævar Þór var í viðtali við DV í ágúst, sem lesa má hér: Ævar Þór:„Þegar mistökin eiga sér stað verður þú að læra af þeim“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“