fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Linda Pé tekur við Miss World á Íslandi: Erla verður fulltrúi Íslands í Ungfrú Heimur – Á ekki langt að sækja fegurðina

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Pétursdóttir, eða Linda Pé eins og við þekkjum hana, hefur tekið við stjórn Miss World á Íslandi og og á það vel við þar sem í lok árs eru 30 ár síðan Linda var sjálf valin Ungfrú heimur.

Linda krýnd Miss World í nóvember 1988.

Hennar fyrsta verk var að velja verðugan fulltrúa Íslands til þess að taka þátt í keppninni í ár en keppnin verður haldin í Kína þann 8. desember. Fyrir utan að bera titilinn Ungfrú heimur 1988 byggði Linda upp sitt eigið fyrirtæki, sem hún rak í tuttugu ár. Núna er hún að ljúka námi sínu í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) við Háskólann á Bifröst. Samhliða náminu hefur Linda einnig haldið úti síðunni lindap.is. Það er mikill fengur fyrir Miss World á Íslandi að fá Lindu til þess að halda utan um keppnina hér heima þar sem hún er öllum hnútum kunnug, jafnt sem keppandi sem og alþjóðlegur dómari en hún hefur mikla reynslu þar og getur þar af leiðandi verið íslenska fulltrúanum ómetanlegur stuðningur. Stúlkan sem valin hefur til þess að vera fulltrúi Íslands í ár heitir Erla Alexandra Ólafsdóttir.

Ljósmyndari: Ásta Kristjánsdóttir Hárgreiðsla: Óli Boggi Heiðarsson

Erla Alexandra úr Kópavogi, sem er ekki alveg óvön umræðunni um fegurðarsamkeppnir því svo skemmtilega vill til að móðir hennar er engin önnur en Guðrún Möller fyrrum ungfrú Ísland sem tók sjálf þátt í Miss World árið 1982. Erla Alexandra á því ekki langt að sækja fegurðina. Erla er 24 ára og stundar nám við lögfræði í HR og hefur meðal annars unnið við sjálfboðastörf með börnum í Afríku. Linda og Erla Alexandra eru þessa dagana á fullu í þeirri undirbúningsvinnu sem svona keppni kallar á og verðu spennandi að sjá hvernig Erlu Alexöndru gengur í keppninni. Heiðar Jónsson snyrtir veitir einnig Erlu Alexöndru ómetanleg ráð. Eitt er víst að hún verður ekki svikin af því að hafa Lindu sem bakhjarl. Aðaláhersla starfsemi Miss World hefur verið góðgerðarstörf og hafa samtökin Beauty with a purpose sem Julia Morley eigandi Miss World stofnaði árið 1972, safnað yfir 1 milljarði sterlingspunda og styrkt bágstödd börn um allan heim.

„Þeir sem vilja sýna Erlu Alexöndru stuðning og fylgjast með því spennandi ferðalagi sem framundan er hjá henni, geta fylgst með Facebook-síðu Miss World Iceland þar sem við setjum inn efni fram að keppni, bæði frá undirbúningi hér heima á Íslandi svo og frá Kína,“ segir Linda.

Ljósmyndari: Ásta Kristjánsdóttir
Hárgreiðsla: Óli Boggi Heiðarsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk