Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson sendi í gær frá sér nýtt lag og myndband. Lagið heitir Dansiði og er af fjórðu plötu Jónasar, Milda hjartað, sem kemur út í lok árs.
Með plötunni mun Jónas senda frá sér bók með textum laganna og fleira. Bernhard Kristinn sem leikstýrir myndbandinu.