https://www.facebook.com/www.dv.is/videos/328059241084932/
Málþingið Allsgáð æska, Samráðsvettvangur um vímuefnaforvarnir og valdeflingu foreldra, fer fram í dag kl. 17-19 í Gerðubergi.
Að málþinginu standa fulltrúar frá Vímulausri æsku, IOGT á Íslandi og Olnbogabörnum. Málþingið er annað í röðinni og verður því streymt í beinni útsendingu á DV.is.
Á dagskrá eru eftirfarandi erindi:
„Að missa barn. Reynslusaga
Óskar Vídalín, Minningarsjóði Einars Darra, segir sögu sína. Sonur hans Einar Darri lést þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall af völdum lyfjaeitrunar vegna misnotkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum.
Viðtal við Óskar birtist í DV í júlí og má lesa hér.„Olnbogabörn – aðstandendur ungmenna í áhættuhegðun og neyslu”
Arna Sif Jónsdóttir og Berglind Hólm Harðardóttir frá Olnbogabörnum„Hver er þín saga? Meðvirkni og fjölskyldumynstur”
Gyða Dröfn Tryggvadóttir, lýðheilsufræðingur„Sjálfsefling þegar reynir á“
Sigrún Þóra Sveinsdóttir, sálfræðingur„Tilfinningalæsi og seigla“
Katrín Þorgrímsdóttir náms- og starfsráðgjafi„Gönguverkefnið Svalur á fjöllum“
Hanna Gréta Pálsdóttir og Aron Freyr Stefánsson, fjallaleiðsögumenn
Fundarstjórar eru Aðalsteinn Gunnarsson, Sigrún Vatnsdal Bjarnadóttir og Sigurður Magnason.
Fundurinn höfðar sérstaklega vel til foreldra ungmenna og þeirra sem hafa áhuga á forvörnum.
Upptöku frá fyrsta málþinginu sem fram fór 1. september má finna hér.