Íslendingar munu eiga fulltrúa í belgískri útgáfu sjónvarpsþáttanna Dancing With The Stars sem hefja göngu sína um miðjan október á flæmsku sjónvarpsstöðinni VIER.
Björk Gunnarsdóttir, hefur starfað sem dansari í Hollandi og Belgíu um árabil, en hún hefur verið búsett í Holllandi frá 16 ára aldri og býr í Amsterdam. Meðdansari hennar verður James Cooke, sem er einn vinsælasti sjónvarpsmaður Belga, en hann stýrir sjallþættinum Gert Late Night sem er á dagskrá sex kvöld í viku.
Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er Björk með BA gráðu í dansi og hefur starfað við fagið frá námi loknu. Henni hefur vegnað vel á þessum vettvangi og komið að mörgum stórum verkefnum í Evrópu, Dubai, Brasilíu og víðar. Björk hefur einnig fengist við uppsetningu á sýningum og samið eigin dansverk.
Sýnishorn (showreel) af dansi Bjarkar má sjá hér.
Fylgjast má með Björk á Instagram.