fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Ég er þess virði – Valdefling með Söguhringi kvenna

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 6. október 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn næsta verður valdeflandi síðdegisskemmtun fyrir konur í Borgarbókasafninu Grófinni frá kl. 13.30-16.30.

 

Fulltrúi Vinnumálastofnunar mun halda fyrirlestur um alla þá þjónustu sem þau bjóða upp á. Þessar þjónustur innihalda meðal annars ráðgjöf um vinnumarkað, menntun, fræðslunámskeið og atvinnuleit. Upplýsingarnar eiga að efla konur af erlendum uppruna og auka sjálfsöryggi þeirra þegar kemur að atvinnuleit eða að glíma við vandasöm málefni á vinnustað. Eftir fyrirlesturinn verður svo boðið upp á kaffi og léttar veitingar þar sem í framhaldinu verður farið í skemmtilega sköpunarvinnu.

Perlur og armbönd


Seinni hluti dagskrárinnar er meira skapandi. Við munum búa til armbönd með skýru skilaboðum: ÉG ER ÞESS VIRÐI. Kvennafrídagurinn þann 24. október er mikilvægur dagur fyrir konur á Íslandi og í anda dagsins munum við koma skilaboðunum skýrt til skila með þessum fallegu armböndum okkar. Skilaboðin ÉG ER ÞESS VIRÐI má gera á hvaða tungumáli sem er (meðan perlur leyfa) svo hver og ein kona getur búið til armband á sínu tungumáli.

 

Við útvegum allt efni og þau tæki og tól sem til þarf. Eina sem þú þarft að gera er að mæta og vera með okkur! Allar konur velkomnar, þátttaka ókeypis.

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá haustsins 2018 er styrkt af velferðarráðuneytinu.

Dagskrá Söguhrings kvenna haustið 2018 er að finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu