fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Iceland Airwaves kynnir 20 ný atriði – Stærsta hátíðin frá upphafi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. október 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn Iceland Airwaves tilkynntu í gær um 20 nýja listamenn sem munu koma fram á tónlistarhátíðinni í byrjun nóvember og sérstaka 20 ára afmælistónleika hátíðarinnar. Dead Sea Apple, Toy Machine og Carpet stíga á svið en það voru tónleikar þessara sveita fyrir 20 árum síðan sem varð kveikjan að því að Iceland Airwaves var sett á laggirnar.

Í heildina eru um að ræða 240 atriði frá 25 löndum, sem gerir 20 ára afmælisútgáfuna stærstu Airwaves hátíð frá upphafi. Þar á meðal eru Ólafur Arnalds, Ásgeir, Blood Orange, Alma, Hayley Kiyoko, Cashmere Cat, Stella Donnelly og margir fleiri.

„Iceland Airwaves hefur lengi verið talin besta leiðin til að kynnast nýju uppáhalds tónlistinni þinni. Af þessum 240 atriðum eru yfir 150 íslensk bönd, sum þeirra þekkjum við vel en sum sem hafa aldrei komið fram á hátíðinni áður. Það stefnir allt í svakalegt afmælispartý 7. – 10. nóvember þar sem gleðin verður allsráðandi í hjarta Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar.

Öll atriðin sem tilkynnt voru í gær: 

Allanheimer • Alvia • Cola Boyy (US) • Bodypaint • Carpet • ClubDub • Dead Sea Apple • Dr Spock • Fufanu • Gabríel • Grísalappalísa • Herra Hnetusmjör • Huginn • Klaki • Mosi • Sylvia Erla • Team Dreams: Sin Fang, Sóley & Örvar Smárason • The Rhythm Method (UK) • Toy Machine

 

Þann 18. október verða „Off-venue“ tónleikastaðir tilkynntir, app ársins og dagskráin.

Fylgdu Iceland Airwaves á Instagram og Facebook til að fá fréttirnar alltaf brakandi ferskar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss