fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Iceland Airwaves kynnir 20 ný atriði – Stærsta hátíðin frá upphafi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. október 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn Iceland Airwaves tilkynntu í gær um 20 nýja listamenn sem munu koma fram á tónlistarhátíðinni í byrjun nóvember og sérstaka 20 ára afmælistónleika hátíðarinnar. Dead Sea Apple, Toy Machine og Carpet stíga á svið en það voru tónleikar þessara sveita fyrir 20 árum síðan sem varð kveikjan að því að Iceland Airwaves var sett á laggirnar.

Í heildina eru um að ræða 240 atriði frá 25 löndum, sem gerir 20 ára afmælisútgáfuna stærstu Airwaves hátíð frá upphafi. Þar á meðal eru Ólafur Arnalds, Ásgeir, Blood Orange, Alma, Hayley Kiyoko, Cashmere Cat, Stella Donnelly og margir fleiri.

„Iceland Airwaves hefur lengi verið talin besta leiðin til að kynnast nýju uppáhalds tónlistinni þinni. Af þessum 240 atriðum eru yfir 150 íslensk bönd, sum þeirra þekkjum við vel en sum sem hafa aldrei komið fram á hátíðinni áður. Það stefnir allt í svakalegt afmælispartý 7. – 10. nóvember þar sem gleðin verður allsráðandi í hjarta Reykjavíkur,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar.

Öll atriðin sem tilkynnt voru í gær: 

Allanheimer • Alvia • Cola Boyy (US) • Bodypaint • Carpet • ClubDub • Dead Sea Apple • Dr Spock • Fufanu • Gabríel • Grísalappalísa • Herra Hnetusmjör • Huginn • Klaki • Mosi • Sylvia Erla • Team Dreams: Sin Fang, Sóley & Örvar Smárason • The Rhythm Method (UK) • Toy Machine

 

Þann 18. október verða „Off-venue“ tónleikastaðir tilkynntir, app ársins og dagskráin.

Fylgdu Iceland Airwaves á Instagram og Facebook til að fá fréttirnar alltaf brakandi ferskar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Í gær

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa

Stjörnurnar og mótleikarinn sem þeim líkaði alls ekki við að kyssa