fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fókus

„Ég vil sjálfur vaxa og dafna, styrkja sjálfan mig og finna nýja liti í litaboxinu“

Guðni Einarsson
Föstudaginn 5. október 2018 21:00

Páll Óskar. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppstjarnan og öðlingurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er listamaður sem hefur snert mörg íslensk tónlistarhjörtu á löngum og glæstum ferli. Palli hefur ekki einungis látið sig tónlistina varða heldur hefur hann verið mikilvæg og öflug rödd í réttlætisbaráttu samkynhneigðra sem og annarra mikilvægra málefna en söngvarinn skipuleggur nú styrktartónleika undir formerkinu Lof mér að lifa – Styrktartónleikar fyrir unga fíkla. Á tónleikunum, sem haldnir verða í Háskólabíói þann 8 nóvember, mun rjóminn af íslensku tónlistarfólki koma fram.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV sem kom út í dag.

Ljósmynd: DV/Hanna

Þegar þú sérð þig fyrir tuttugu árum og svo eins og þú ert í dag, hverjar eru helstu breytingarnar, ef einhverjar eru, að þínu mati?

„Ég er fyrst og fremst miklu þolinmóðari og miklu reiðubúnari til þess að læra, einkum og sér í lagi af eigin mistökum. Ég held að þetta sé nákvæmlega tilgangur lífsins – þú lifir til þess að læra. Ég hef hitt fólk í lífinu sem að er einfaldlega alls ekki tilbúið til þess og rekur sig á sömu veggina og gerir stöðugt sömu mistökin aftur og aftur. Sem betur fer er ég tilbúinn til þess að skoða sjálfan mig í krók og kring, alltaf tilbúinn til þess að bæta mig. Til dæmis sú vinna sem við höfum unnið í Borgarleikhúsinu í Rocky Horror-söngleiknum. Þar hef ég gert mitt besta til þess að bæta mig milli sýninga. Núna erum við að sýna sýningu númer sextíu og ég held að þessi sýning hafi aldrei verið jafn sterk. Rocky Horror styrkist eftir því sem sýningarnar verða fleiri. Ég vil líka sjálfur vaxa og dafna, styrkja sjálfan mig og finna nýja liti í litaboxinu.“

Nú eru vinsældir þínar miklar hér heima. En erlendis?

„Nei, ég hef aldrei gert neitt alvarlegt til þess að koma mér út fyrir landsteinana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þyngdist og léttist um 28 kíló fyrir hlutverk – Sjáðu muninn á honum

Þyngdist og léttist um 28 kíló fyrir hlutverk – Sjáðu muninn á honum