Söngvarinn Björgvin Halldórsson fagnar því að platan Ég syng fyrir þig er 40 ára, en platan verður endurútgefin hjá Alda Music.
Hún er 40 ára blessunin á þessu ári.
Platan Ég syng fyrir þig. Hún var hljóðrituð 1978 á Íslandi og í Bretlandi. Við Magnús Kjartansson unnum saman að henni og margar góðar minningar og sögur fylgja gerð hennar. Nú kemur hún út á ný alveg eins og kom út fyrst í sama formen núi, á hvítum vinyl. Hún verður fáanleg í öllum helstu verslunum í þessum mánuði. Hugmyndin er að flytja hana í fullri lengd á tónleikum á næstunni. Það verður spennandi. Platan sem er gefin út af Alda Music verður auglýst sérstaklega þegar hún kemur í verslanir
Á plötunni eru 12 lög og hafa mörg þeirra öðlast einstakan sess í hugum og hjörtum landsmanna eins og Eina ósk, Ég fann þig, Þó líði ár og öld, Skýið og Ég skal syngja fyrir þig.