fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Kíktu á Café Lingua og kannaðu hvernig tungumál geta breiðst út um heiminn, þróast og auðgað menninguna

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. október 2018 12:00

Katleen, Simon og Mia halda utan um dagskrá viðburðarins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn frá Belgíu, Suður-Afríku og Hollandi gengu inn á bar og áttuðu sig á að þeir töluðu nokkurn veginn sama tungumálið. Kíktu á Café Lingua í Menningarhúsinu Kringlunni í dag kl. 17 og kannaðu hvernig tungumál geta breiðst út um heiminn, þróast og auðgað menninguna. 

Ertu til í að koma í ferðalag með hollenskunni sem 24 milljónir manna tala? Viltu vita meira um sögu þess fyrr og nú? Simon Halink frá Hollandi og Katleen Abbeel frá Belgíu leiða okkur í allan sannleika um það. Vertu viðbúinn að uppgötva leyndarmál „hollensku hollensku,“ „belgískrar hollensku“ (flæmsku) og annarra tilbrigða sem finna má í heiminum. Smám saman lærir þú fyndin orð og orðtök. Að lokum áttar þú þig á því að þú kunnir þegar ýmis hollensk orð.

Hollendingar tóku sér bólfestu á suðurodda Afríku um árið 1600 með tungumál í farteskinu sem síðan þróaðist út í nýtt tungumál, afrikaans. Mia Cerfonteyn mun miðla sögu sinni og menningu og kynna fyrir okkur orð sem hljóma ótrúlega íslensk. Við fáum að heyra söngva og ljóð og lærum jafnvel nokkur „ljót orð í leiðinni.

Allir eru hjartanlega velkomnir, ókeypis aðgangur.

Um Café Lingua

Cafe Lingua-lifandi tungumál er samstarf Borgarbókasafnsins og Alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar við Mála- og menningardeild og námsleiðina Íslenska sem annað mál við Háskóla Íslands, félagið Linguae og Íslenskuþorpið.

Cafe Lingua  er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Eitt af markmiðunum er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála – og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum.

Sjá alla dagskrá haustsins hér.

Fylgstu með Cafe Lingua á Facebook

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum