Grétar Matthíasson, Íslandsmeistari barþjóna, hreppti í dag gullið á Heimsmeistaramóti Barþjóna í flokki short drinks.
Mótið var haldið í Tallinn höfuðborg Eistlands og keppti Grétar með drykkinn Peach Perfekt, sem samanstendur af Finlandia vodka, peachtree, barbeito veremar reserva, giffard wild eldflower líkjör, lime safa og ferskju.
Þeir sex barþjónar sem unnu til gullverðlauna í sínum flokki kepptu einnig í dag og var Grétar að sjálfsögðu einn af þeim. Úrslitin verða kynnt á morgun föstudaginn 5. október og þá kemur í ljós hver hreppir tiltilinn Heimsmeistari barþjóna 2018.
Bein útsending er frá keppninni hér.