Hjónin David og Victoria Beckham hafa selt villuna í Beverly Hills fyrir 33,1 milljón dollara.
Eignina keyptu þau fyrir 22 milljónir dollara árið 2007 þegar David skrifaði undir fimm ára samning við LA Galaxy.
Eignin sem er 1208 fm samanstendur af sex svefnherbergjum, níu baðherbergjum, bókasafni, kvikmynda-og tónlistarherbergi, auk þess sem henni fylgir sundlaug.