Fyrsta rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða verður haldið í kvöld kl. 20 í sal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg.
Erindið flytur Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir og titillinn er: Er ósýnilegi maðurinn hættur að vinna? Um bókmenntaritstjórn.
Sigþrúður lauk nýverið meistararitgerð í íslenskum bókmenntum um sögu og hlutverk bókmenntaritstjórans. Hún hefur starfað við ritstjórnundanfarin 18 ár hjá Máli og menningu, Eddu útgáfu og Forlaginu. Hún er jafnframt ritstjóri Tímarits Máls og menningar í félagi við Elínu
Eddu Pálsdóttur.