fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Mitt bláa hjarta Karls – Ást, söknuður og dularfull atvik við Klambratún

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. október 2018 15:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Olgeirsson hefur gefið út Mitt bláa hjarta, plötu með 14 nýjum jazzsöngvum. „Eftir að hafa starfað við undirleik með nemendum í jazzdeild FÍH og MÍT langaði mig að leggja mitt af mörkum til að bæta í flóru íslenskra jazzlaga.“

12 söngvarar koma við sögu á plötunni, þar á meðal Ragnheiður Gröndal, KK, Kristjana Stefánsdóttir, Helgi Hrafn Jónsson og Bogomil Font. „Ég var bæði hissa og glaður hvað söngvarar og hljóðfæraleikarar tóku vel í hugmyndina. Platan var svo tekin upp meira og minna „live“ í hljóðverinu á tveimur dögum.“

„Platan sem fæst á geisladiski og vínyl auk þess að vera á stafrænum veitum inniheldur lög um ástir, söknuð, veðrið, ærslafull börn og dularfull atvik við Klambratún svo eitthvað sé nefnt,“ segir Karl, sem var í viðtali hjá DV fyrir stuttu. „Ég tók eftir því að þegar voru komin inn staðarnöfn í Reykjavík í texta við jazzlag var sjálfkrafa kominn Jóns Múla keimur af því.“

„Söknuður er þema í nokkrum laganna. Einnig samband elskenda á nokkrum vinnslustigum. Lokalagið er nokkurs konar rökkursálmur nátthrafns á heimleið“

Einnig eru lögin fáanleg í glæsilegri nótnabók þar sem lögin eru bæði fyrir háa og lága rödd.

Til að fagna útgáfunni verður blásið til útgáfutónleika í Hörpu þann 2. nóvember. Fram koma 11 söngvarar, og 3 blásarar við undirleik 4 manna hrynsveitar.

Auk Karls Olgeirssonar koma fram Ragnheiður Gröndal, KK, Jóel Pálsson, Kristjana Stefánsdóttir, Bogomil Font, Sigga Eyrún, Haukur Gröndal, Unnur Sara Eldjárn, Ásgeir Ásgeirsson, María Magnúsdóttir, Þorgrímur Jónsson, Gulla Ólafsdóttir, Magnús Trygvason Eliassen, Elín Harpa, Rakel Sigurðardóttir og Snorri Sigurðarson.

Platan á Spotify.

Lög af plötunni á Youtube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir