fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Hringurinn hefur veitt styrki fyrir 29 milljónir í ár

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. október 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hringurinn kvenfélag hefur það sem af er þessu ári veitt 17 styrki upp á 29 milljónir króna samkvæmt tilkynningu frá sjóðinum.

Framundan er mikilvægasti fjáröflunartími félagsins og því er áhugasömum bent á heimasíðu félagsins.

Yfirlit yfir styrki úr Barnaspítalasjóði Hringsins það sem af er árinu 2018

-Fósturgreiningardeild Barna og Kvennasviðs LSH. Sex birgðavagnar. Kr. 374.328.-

-Barnaspítali Hringsins. Tveir mjólkurhitarar og 14 veggfest skiptiborð. Kr. 553.130.-

-Gjörgæslur og vöknun Fossvogi og Hringbraut.  Tvö blöðruómtæki fyrir börn. Kr. 2.419.186.-

-Skurðstofur LSH. Kviðspeglunarvél fyrir börn. Kr. 2.014.368.-

-Skurðstofur LSH. Blöðruómtæki fyrir börn. Kr. 1.209.583.-

-Skurðstofur Fossvogi. Blöðruómtæki fyrir börn. Kr. 1.209.583.-

-Bæklunarskurðdeild LSH. Verkfærasett og teinar fyrir meðhöndlun brota á rörbeinum. Kr. 2.335.500.-

-Starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Borðtölva og fartölva fyrir ungmenni með fötlun. Kr. 275.450.-

-Erfða- og sameindalæknisfræðideild LSH. Litningagreinasamstæða. Kr. 10.000.000.-

-Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Þjálfunartæki og sérhæfð þroskaleikföng. Kr. 649.346.-

-Sjúkrahúsið Akureyri. Æfingadúkka vegna þjálfunar í notkun barkatúba. Kr. 194.086.-

-Svæfinga- og gjörgæsludeild LSH Fossvogi. Tæki til að auðvelda ísetningu æðaleggja hjá börnum. Kr. 632.208.-

-Svæfinga- og gjörgæsludeild LSH Hringbraut. Tæki til að auðvelda ísetningu æðaleggja hjá börnum. Kr. 632.208.-

-Skurðstofur LSH Hringbraut. Nathanson lifrarhaki fyrir börn. Kr. 470.660.-

-Vökudeild Barnaspítala Hringsins. Síriti/monitor til að mæla lífsmörk. Kr. 724.042.-

-Gjörgæsludeild Fossvogi. Ómtæki fyrir börn. Kr. 4.500.000.-

-Heimili fyrir börn, Þingavaði 3. My Base dýna og kjöltupúði, tveir Sensit stólar og skammelar. Kr. 796.533.-

Samtals kr. 28.990.211.-

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram