fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Hjón tilnefnd heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. október 2018 17:30

Heiðursfélagarnir Guðrún Stefánsdóttir og Theodór Júlíusson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Guðrún Stefánsdóttir og Theodór Júlíusson voru tilnefnd heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í gær, mánudaginn 29. október.

Guðrún Stefánsdóttir hætti nýverið sem miðasölustjóri Borgarleikhússins eftir að hafa unnið hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá opnun Borgarleikhússins árið 1989 og sá einnig um veitingasölu í húsinu í tvo áratugi. Vandaðari, skemmtilegri, vinnusamari, ósérhlífnari og yndislegri manneskju er vart hægt að finna og það hefur verið mikil gæfa fyrir Leikfélag Reykjavíkur að vera samferða Guðrúnu síðastliðin 30 ár.

Theodór Júlíusson hóf leiklistarferil sinn í áhugaleikhúsi 1970 en árið 1989 var hann ráðinn til Leikfélags Reykjavíkur við opnun Borgarleikhússins. Áður hafði hann leikið hjá Leikfélagi Akureyrar í fjölda ára. Theodór lék í yfir sextíu sýningum hjá Leikfélagi Reykjavíkur, má þar nefna opnunarsýninguna í Borgarleikhúsinu, Höll sumarlandsins, Þrúgur reiðinnar, Vanja frænda, Evu Lúnu, Óskina (Galdra-Loft), Línu Langsokk, Hið ljósa man, Galdrakarlinn í Oz, Mávahlátur, Vorið vaknar, Puntilla og Matta, Héra Hérason, Draumleik, Gosa, Fló á skinni, Hetjur, Fýsn, Milljarðamærin snýr aftur, Söngvaseið, Fjölskylduna, Kirsuberjagarðinn og Auglýsingu ársins.

Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, Guðrún Stefánsdóttir, heiðursfélagi, Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, Theodór Júlíusson, heiðursfélagi og Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdistjóri Borgarleikhússins

Theodór hefur þrisvar verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir hlutverk sín í Puntilla og Matta, Söngleiknum Ást og Fjölskyldunni. Þá var hann útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs 2014.

Meðfram störfum í leikhúsum hefur hann leikið í fjölda útvarpsleikrita, sjónvarpsþátta, stuttmynda og kvikmynda t.a.m í Englum alheimsins, Djúpinu, Eldfjalli og Hrútum. Eldfjall og Hrútar voru frumsýndar á kvikmyndahátíðinni í Cannes og þær unnu til fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum um allan heim sem besta myndin, besti leikstjórinn, besti leikarinn og sópuðu auk þess að sér Edduverðlaunum hér heima.

Theodór stundaði leiklistarnám við The Drama Studio London auk þess að hafa sótt námskeið í leik og leikstjórn bæði hér heima og erlendis. Hann satt einnig í stjórn hjá Leikfélagi Reykjavíkur í 14 ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna