fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Greta: „Ég fékk áfall, nú væri kannski ekki svo mikið eftir af lífinu“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. október 2018 14:00

Mynd: Ásta Kristjánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var í febrúar sem ég fann meinið í brjóstinu. Ég fékk áfall.  Nú væri kannski ekki svo mikið eftir af lífinu. Ég sem hélt alltaf að ég væri svo ábyggileg að fara í skoðanir og skoða sjálf. En ég hafði gleymt mér um tíma,“ segir Greta Önundardóttir.

Greta er ein af þeim konum sem segja sögu sína í tengslum við átak Bleiku slaufunnar 2018, en líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Hér má finna heimasíðu átaksins.

Mynd: Ásta Kristjánsdóttir

Hún fékk strax tíma hjá lækni og er afar ánægð með þjónustu Landspítalans: „Strax við fyrsta viðtal hjá skurðlækninum, þegar ferlið hófst hjá hinu frábæra brjóstateymi LSH, fór ég að sjá að ég ætti ennþá framtíð!  Ég áttaði mig á hve heppin ég var að meinið fannst svona snemma og að það var skurðtækt. Ég þurfti hvorki lyf né geisla og allt í einu varð allur gróður grænni en hann hafði verið og himinninn blárri. Ég myndi halda lífi.“

„Ég er þakklát þeim sem tóku utan um mig, það gaf mér mikinn styrk. Ég er sérstaklega þakklát fólkinu á spítalanum sem sinnti mér alltaf með bros á vör og styrkti mig í þeirri trú að þetta væri bara verkefni sem þyrfti að sinna, ég yrði laus við krabbameinið eftir skurðaðgerð. Betra gat þetta ekki verið.“

Á heimasíðu átaksins Bleika slaufan má finna sögu Olgu í heild sinni og lesa sögur annarra kvenna sem greinst hafa með krabbamein.

Aukin áhersla á þátttöku kvenna í skimun

Líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.

Vinahópar skipta máli

Á heimasíðu átaksins segir: „Í Bleiku slaufunni í ár viljum við taka höndum saman við vinnustaði, saumaklúbba og aðra vinahópa sem hafa sýnt sig að vera dýrmætur stuðningur við þá félaga sem veikjast af krabbameini og fá þá til að taka í sameiningu ábyrgð á því að „konurnar þeirra“ nýti tækifæri til reglubundinnar skimunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið