fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Einkasýning á verkum eftir Georg Guðna Hverfisgalleríi og Gallery GAMMA

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. október 2018 15:30

Georg Guðni _Án titils /Untitled (1989) _olía á striga_190x440cm. Ljósmynd Vigfús Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur yfir einkasýning á verkum Georgs Guðna í Hverfisgallerí og Gallery GAMMA, stendur hún til 1. desember.

Fimm ár eru liðin frá því að síðast var haldin einkasýning á verkum Georgs Guðna. Þegar Georg Guðni var bráðkvaddur aðeins fimmtugur að aldri sumarið 2011 hafði hann á gifturíkum og frjóum þriggja áratuga ferli náð að enduruppgötva íslenska landslagsmálverkið og tengja persónulega sýn sína á íslenska náttúru á afar áhugaverðan hátt við samtímann og íslenska samtímalist. Georg Guðni mat og skildi náttúru landsins á sinn hátt, mótaði hana og túlkaði á sinn einstaka hátt, undir áhrifum af verkum ólíkra myndlistarmanna, rithöfunda og ljósmyndara frá hinum ýmsum tímum.

Fólk hefur hrifist af myndheimi Georgs Guðna, skynjun hans og túlkun, á fegurðinni, dýptinni og einlægninni. Þegar ferli hans lauk, svo alltof snemma, var hann fyrir löngu orðinn einn dáðasti listamaður þjóðarinar – listamaður sem tengdi á einstakan hátt við kjarnann í landinu og samfélaginu.

Georg Guðni (1961 – 2011) var frumkvöðull meðal ungra listamanna á níunda áratug síðustu aldar með áherslu sinni á landslagsmálverk. Í stað þess að gera tilvist mannsins að umfjöllunarefni í verkum sínum eins og algengt var á þeim tíma, þá málaði hann náttúruna. Með þessari nálgun sinni gæddi hann landslagsmálverkið nýjum krafti hér á landi og tók þátt í að endurvekja áhuga á málverkinu sem miðli listamanna. Landslagsmálverk Georgs Guðna eru oft á tíðum byggð upp á geómetrískan hátt, en á sama tíma eru þau ákaflega persónuleg. Málverk hans eiga sér líka sterka samfélagslega tengingu. Náttúran, eins og Georg Guðni sýnir hana, er oft á tíðum einfölduð og hlutgerð upp að vissu marki, en ekki skálduð. Verkin gefa frá sér sterkt og ákveðið andrúmsloft og þekkjast á sínum fágaða einfaldleika.

Verk Georgs Guðna hafa verið sýnd víða bæði á einkasýningum og samsýningum, á Norðurlöndunum og í Evrópu, en einnig í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og Kína. Verk Georgs Guðna er að finna á öllum helstu söfnum Íslands og fjölda safna erlendis sem og í einkasöfnum.

Georg Guðni fæddist í Reykjavík árið 1961. Hann stundaði nám við Myndlista – og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi við Jan van Eyck Akademie árið 1987. Hann lést árið 2011 einungis 50 ára að aldri.

Á sýningunni eru bæði olíuverk og vatnslitaverk. Sýningin stendur til 1. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“