fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Business Insider hraunar yfir Bláa lónið – „Skítug, volg, yfirfull vonbrigði“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. október 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri grein á Business Insider fjalla tveir blaðamenn um vinsælasta áfangastað ferðamanna sem koma til Íslands, Bláa lónið. Óhætt er að segja að þær hrauna gjörsamlega yfir staðinn, sem meðal annars hefur verið valinn ein af bestu heilsulindum heims.

Um 1,2 milljón einstaklinga heimsóttu lónið í fyrra, samkvæmt upplýsingum Business Insider. „En þessar myndir sýna að Bláa lónið er ekki eins myndvænt og dásamlegt og það virðist vera,“ segir í greininni.

„Þrátt fyrir frægð lónsins og fallegar myndir, þá er staðreyndin sú að manngerða sundlaugin er yfirfull, ómyndvæn og yfirþyrmandi. Í umsögn á Tridadvisor segir að lónið sé „skítug, volg, yfirfull vonbrigði.“

Einnig er farið yfir verðlagningu lónsins og þá er einungis farið yfir grunnverðlagninguna, það er gjaldið ofan í lónið með tilheyrandi, auk 4 klst. spa meðferðar. Ekkert er farið yfir verð á gistingu á nýju hóteli lónsins, Retreat, þar sem nóttin hleypur á hundruðum þúsunda.

Margar myndir eru birtar í greininni og þar bent á að fallegar auglýsingamyndir úr lóninu sýni ekki iðnaðarlegt útlit bygginganna sem umkringja lónið og að baðvatnið nái á mörgum stöðum að byggingunum, áhrifin séu því ekki eins rómantísk þegar heildarmyndin er sýnd.

 

Myndir sýni einnig oft að svo líti út fyrir að lónið sé fjarri byggð, en hins vegar sé það við hliðina á hraðbraut (Grindavíkurvegur) og á milli alþjóðaflugvallar, Keflavíkurflugvöllur og stærstu borgar Íslands, Reykjavík.

Vissulega megi finna myndir eins og þegar sem geri mann kjaftstopp,

en hins vegar séu svona myndir mun algengari, þar sem sjá má verksmiðjuna sem knýr lónið og hún er ekki mjög myndvæn. Upplifunin verður því allt önnur.

Grunnpakkinn inniheldur ekki baðslopp, en það má borga meira til að hann fylgi með. Gangi þér hins vegar vel að finna hann innan um alla hina, sem eru nákvæmlega eins.

Já eða kannski er bara einhver búinn að taka þinn slopp.

Frá réttu sjónarhorni lítur út eins og það séu bara örfáir í lóninu.

https://www.instagram.com/p/BoXuFH2DEQs/?utm_source=ig_embed

Og aðkoman er skemmtileg og drungaleg.

Hins vegar er lónið það vinsælt, að þetta er algengari sjón og röð út úr dyrum.

Vatnið er fagurblátt og landslagið fallegt, hins vegar er ólíklegt að þú getir verið einn og afskiptur þar. Og barinn er til dæmis þétt setinn.

Á Tripadvisor má finna umsagnir gesta sem hafi mætt og hætt við að fara í lónið vegna mannfjölda. „Yfirfullt og fólk sífellt að mynda og taka upp,“ segir einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“