Árið 1988 sat Lisa Bonet fyrir nakin á forsíðu Rolling Stone tímaritsins.
Og í gær birti blaðið mynd á Instagram af dóttur hennar, Zoe Kravitz, sem endurgerir forsíðumynd móðurinnar, fyrir nóvemberblað tímaritsins, akkúrat 30 árum seinna.
„Ég hef alltaf elskað forsíðumynd móður minnar,“ segir Zoe, sem er 29 ára. „Þegar ég hugsa um Rolling Stone, þá er það alltaf þessi forsíða sem kemur upp í huga mér. Þetta er frábær mynd af henni. Hún er falleg.“
Bonet var hins vegar ekki allsnakin á forsíðunni, ólíkt dótturinni í dag. Myndir af henni alls naktri birtust hins vegar inn í blaðinu.
„Ég held að hún hafi verið pínu fúl að skyrtumyndin var valin á forsíðuna,“segir Kravitz. „Þetta snerist ekki um myndina sem slíka hjá mér, heldur frekar um að gera það sem mamma vildi gera. Það finnst mér töff.“
Samkvæmt hefðinni þá var Kravitz beðin um að skilgreina orðið „hot“ eða heitur. Fyrir mér er það einhver sem er lífsglaður, sjálfsöruggur og ánægður með hver hann er. Mick Jagger á yngri árum, Aretha Franklin. Einhver sem er hann sjálfur og biðst ekki afsökunar á neinu.“
Svar Bonet árið 1988 var keimlíkt. „Fólk heldur að þú sért heitur þegar þú ert í sjónvarpi. Fyrir mér er það engar málamiðlanir,ekkert samræmi, einhver óhræddur, bara vera það sem þú ert og hvernig þér líður.“
Um þetta sagði Kravitz „Vá þetta er æði, við erum eins. Ég hef aldrei lesið svar hennar. Þetta er greinilega eitthvað sem hún hefur innrætt hjá mér. Það er æði.“