fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Stjúpukaffi: Vondar stjúpur, góðar stjúpur og skessur

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 29. október 2018 08:30

Halldór Baldursson teiknaði meðfylgjandi mynd, hún skreytir stjúpusöguna um Mjaðveigu Mánadóttur í bókinni Köttur út í mýri, sem kom út hjá Máli og menningu árið 2009.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur segir frá vondum og góðum stjúpum, í Borgarbókasafninu Spönginni, í dag kl. 17.15. Allir velkomnir, hvort sem þeir eru í stjúptengslum eða ekki.

 

Vissir þú að stjúpur í ævintýrum eru ekki bara vondar? Sumar eru sannkölluð gæðablóð og meira að segja skessur geta verið góðar!

Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur segir frá þeim ævintýrum sem hægt er að kalla stjúpusögur. Stjúpur eru algengar í ævintýrum og þekktastar eru þær sem vilja valda stjúpbörnum sínum skaða á einhvern hátt. Í íslenskum ævintýrum koma álög einnig oft við sögu, gjarnan þannig að vondu stjúpurnar, sem ævinlega eru flögð undir fögru skinni, leggja eitthvað á stjúpbörnin. En hér finnast einnig sögur af góðum stjúpum, sem þrátt fyrir að vera jafnvel af skessukyni, hjálpa stjúpbörnum sínum við að sigrast á ýmsum erfiðleikum.

 

Rósa Þorsteinsdóttir er þjóðfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, þar sem hún  hefur meðal annars umsjón með þjóðfræðasafni stofnunarinnar. Hún hefur sent frá sér margs konar útgáfur á efni safnsins, þar á meðal Hlýði menn fræði mínu (2002) og Einu sinni átti ég gott (2006). Rósa skrifaði bókina Sagan upp á hvern mann (2011) um fólk sem segir ævintýri. Hún  hefur einnig sinnt kennslu við þjóðfræðideild Háskóla Íslands auk margvíslegra starfa við söfnun, miðlun og rannsóknir þjóðfræðaefnis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu