fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Ný kolefnisjöfnuð bók frá Degi Hjartarsyni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 29. október 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út er komin sjötta bók Dags Hjartarsonar, Því miður.

Skáldið leitar víða fanga í sinni nýjustu bók. Þó má segja að rauði þráðurinn í Því miður sé það sem brennur og svo hitt sem er hljóðritað. Með öðrum orðum: Bókin er eins konar andartaks málverk af landslagi samtímans; heimsendaspá og hjartalínurit.

Því miður eru allir þjónustufulltrúar okkar

á kafi í helförinni.

Þeir horfa á kvikmyndir,

hlusta á podcöst,

gúgla hræðilegar ljósmyndir,

lesa sér til um nasismann

og afleiðingar þess að afgreiða

símtöl

og vandamál

í þeirri röð sem þau berast.

 

Dagur vakti athygli fyrir sína fyrstu ljóðabók, Þar sem vindarnir hvílast (2012), en fyrir hana hlaut hann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Fyrir skáldsöguna Síðasta ástarjátningin (2016) var Dagur tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins og ljóðabókin Heilaskurðaðgerðin (2017) fékk einróma lof gagnrýnenda, fimm stjörnur í Fréttablaðinu og fjórar og hálfa stjörnu í Morgunblaðinu. Þá hlaut Dagur Ljóðstaf Jóns úr Vör 2016 fyrir ljóðið Haustlægðin.

Í Því miður kveður við nýjan tón.

Bókin er 50 blaðsíður og verður kolefnisjöfnuð.

Tunglið forlag gefur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“