fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Herra Hnetusmjör er Hetjan úr hverfinu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 29. október 2018 11:30

Herra Hnetusmjör.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herra Hnetusmjör gaf á föstudag út nýja plötu, Hetjan úr hverfinu. Segir hann að nafnið tilkomið vegna þess að hann hafi farið að finna fyrir því að ungir krakkar úr 203 Kópavogi byrjuðu að líta á hann sem fyrirmynd í rappinu, hafa samband við hann, og heilsa honum út á götu. „Þeir eru ekki margir, rappararnir úr 203,“ segir Herra Hetjusmjör í viðtali við Nútímann.

Margir þekktir einstaklingar koma að plötunni, þar á meðal Þormóður Eiríksson, og tónlistarmaðurinn Huginn. Ingi Bauer vann með honum lagið Upp til hópa, sem hefur fengið yfir milljón spilanir á Spotify, auk þess sem að Ásgeir Orri úr StopWaitGo kom að tveimur lögum. Þessu til viðbótar kemur fram á laginu Nýr ís, rapparinn Euro Gotit, sem að hefur verið að gera það gott í rappsenunni í Atlanta.

Herra Hnetusmjör segist hafa séð fjallað um rapparann á Instagram, og ákveðið að hafa samband: „Ég sendi bara á hann og sagði honum að ég væri einn af stærstu rappörunum á Íslandi og spurði hvort að hann væri til í að koma fram á plötunni minni og hann var alveg til í það.“

Á plötunni segist Herra halda áfram að fjalla um þá hluti sem að eru að gerast í hans lífi, en jafnframt prufa sig áfram með nýja hluti: „Ég er aðeins meira að syngja á þessari plötu, og í einu lagi, Vangaveltur, er ég í fyrsta sinn að fjalla um að efast um sjálfan mig.“ Í laginu sýnir Herra á sér nýja hlið, og syngur um efasemdir sem að plaga hann.

Útgáfutónleikar eru ekki á dagskránni, en Herra Hnetusmjör kemur fram á Iceland Airwaves.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“