fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fókus

Heiðveig – „Ég hafði hálftíma til að kaupa nærbuxur og sokka fyrir þrjátíu daga úthafskarfatúr“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 29. október 2018 11:00

Heiðveig María Einarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðveig María Einarsdóttir boðaði fyrir skemmstu framboð sitt til formanns Sjómannafélags Íslands. Sú barátta hefur hins vegar verið þyrnum stráð því að núverandi stjórn félagsins breytti reglunum um réttindi félagsmanna án heimilda, að því er virðist til að hindra að framboð líkt og hennar nái fram að ganga. Af þessu hafa hlotist mikil átök en Heiðveig stendur keik og telur að lög félagsins hafi verið brotin. DV ræddi við Heiðveigu um þessa framvindu, æskuárin og sjómennskuna.

Þetta er brot úr stærra viðtali í helgarblaði DV.

Ráðum ekki konur

Á Siglufirði snerist lífið um sjávarútveg og Heiðveig kynntist snemma öllum hliðum fiskvinnslu, rækjuvinnslu, saltfiski og fleiru. Þegar aflinn var mikill var hringt úr frystihúsinu í skólann til að Heiðveig og skólasystur hennar gætu fengið að fara fyrr til að vinna. Atvinnulífið hafði forgang. Í kringum tvítugt ákvað hún að reyna fyrir sér sem háseti og faðir hennar hvatti hana til að sækja um á skipum rétt eins og aðrir myndu gera.

„Ég sótti um allt frá smábátum upp í togara. Flestir sögðu nei og sumir hlógu. Aðrir sögðu mér að hringja aftur eftir viku og því hélt ég utan um símtölin í stílabók.“

Fannst þeim skrýtið að stúlka væri að sækja um?

„Margir sögðust ekki ráða konur, punktur,“ segir Heiðveig með áherslu. „Aðrir reyndu að tala um fyrir mér og sögðu að ég hefði ekkert að gera í þetta. Ég komst loksins á togara frá Hafnarfirði sem heitir Ýmir, því það vantaði mann. En ég þurfti að þræta við skipstjórann og sannfæra hann að þetta væri sama vinna og í frystihúsinu. Hann þurfti að fá leyfi frá eigandanum, Guðrúnu í Stálskipum, sem var nú oft talin harðstjóri. Loks fékk ég að fara ef ég borgaði slysavarnaskólann sjálf. Ég hafði hálftíma til að drífa mig út í Fjarðarkaup til að kaupa nærbuxur og sokka og síðan fórum við á fínan þrjátíu daga úthafskarfatúr.“

Heiðveig segir að í upphafi hafi hún ekki séð sjómennskuna fyrir sér sem framtíðarstarf heldur hafi hún aðeins verið að athuga hvort þetta væri virkilega eitthvað sem varið væri í.

„Mér fannst þetta æði. Á þessum tíma var ekkert internet, ég var vakin og búið að elda fyrir mig í hvert skipti sem ég fór á fætur og í lok vaktar. Síðan vann ég eftir klukkunni og fór að sofa eftir vakt. Þessi rammi og þetta næði var einstaklega heillandi og hentaði mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni

Þetta gerist þegar þú sturtar niður án þess að loka klósettsetunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“

„Þau sem lenda á þessum vegg er oft fólkið sem elskar vinnuna sína. Kafbátarnir, duglega fólkið, en ekki lata fólkið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku

Kanye West opnar sig um sifjaspell í æsku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“

Kom að móður sinni látinni: „Þegar við vöknuðum sáum við hana og hringdum í 112 og reyndum að bjarga henni“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þyngdist og léttist um 28 kíló fyrir hlutverk – Sjáðu muninn á honum

Þyngdist og léttist um 28 kíló fyrir hlutverk – Sjáðu muninn á honum