Gavin Hazelwood er aðeins sex ára gamall, en þegar orðið vinsæll skartgripahönnuður og berast honum nú pantanir víðs vegar að úr heiminum.
Ástæðan er sú að Meghan Markle hertogaynja skartaði hálsmeni sem Hazelwood gaf henni í ferðalagi hennar og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, í Melbourne í Ástralíu.
This is beautiful! Gavin, 6, made Meghan Markle a pasta necklace. Here she is wearing it ?? Gavin told me he feels “lucky” #RoyalTourAus pic.twitter.com/LE8ePUNHzw
— Aneeka Simonis (@AneekaSimonis) October 18, 2018
Hálsmenin eru frábrugðin öðrum slíkum þar sem þau eru gerð úr pasta. Hazelwood sér nú fram á gott tækifæri til gróða, þegar eftirspurnin er svona mikil. Hann hyggst hins vegar ekki græða sjálfur og segir vilja gera líka og hertogahjónin og láta gott af sér leiða.
Allur ágóði mun renna til samtaka sem berjast fyrir því að koma í veg fyrir að börn fæðist andvana. Málefnið er honum mikilvægt, en þegar hann var tveggja ára fæddist systir hans, Clara, andvana.
„Ég vil styrkja samtökin til að finna út úr því af hverju börn láta lífið áður en þau fæðast, og koma í veg fyrir það,“ segir Hazelwood.