Miðflokkurinn í Reykjavík birti í dag myndband sem tekið var upp fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í lok maí. Ástæðan fyrir því að myndbandið birtist ekki í kosningabaráttunni í vor er sú að myndbandið þótti of gróft.
Vigdís Hauksdóttir, oddviti flokksins og borgarfulltrúi, fer með aðalhlutverkið líkt og í fyrri myndböndum. Núna er hún vopnuð skóflu fyrir utan dyr fjárhirsla borgarinnar. Með hjálp víkinganna kemst hún í gegnum dyrnar og hvað skildi hún finna þar?
Hér er auglýsing sem gerð var fyrir kosningarnar í vor. Auglýsingin þótti of gróf og var ákveðið að birta hana ekki á sínum tíma. En nú virðist sem þetta sé allt saman að rætast.. fjárhirslur borgarinnar eru tómar!