Partý Ársins var haldið hjá Signature húsgögnum þann 12. Október síðastliðinn, þar sem öllu var tjaldað til þegar nýjar vörulínur voru kynntar. Jón Jónsson skemmti gestum og Eva Ruza var kynnir kvöldsins. Málverkauppboð var haldið til styrktar Bleiku Slaufunni þar sem fimm verk voru boðin upp.
„Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni af þessum nýju vörulínum sem voru að lenda hjá okkur. Við opnuðum hérna á nýjum stað í fyrra og nú erum við að byrja þessa hefð að halda árlegt partý á þessum tíma þegar haustlínurnar eru kynntar“ segir Viktor Böðvarsson markaðsstjóri Signature húsgagna.
„Við vorum í raun að opna efri hæðina hjá okkur aftur eftir miklar breytingar, og erum við nú með áherslu á leðursófa og tengdar vörur á þeirri hæð, eitthvað sem okkur fannst vanta í verslunina okkar til þessa.“
Hin sprenghlægilega Eva Ruza stýrði málverkauppboði til styrktar Bleiku Slaufunni þar sem fimm verk frá COCO maison voru boðin upp.
„Þar sem partýið lenti á Bleika Deginum langaði okkur styrkja Bleiku Slaufuna á skemmtilegan hátt. Við fluttum sérstaklega inn fimm verk sem hafa ekki verið til sölu hjá okkur áður, og því eru þetta einu eintökin af þessum verkum á landinu, sem er mjög gaman.“ segir Viktor.
Ljósmyndarinn Anton Bjarni Alfreðsson fangaði stemninguna í partýinu.