fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Stígamót með nýja herferð – „Hvort foreldrið viltu vera, foreldri gerandans eða þolandans?

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 26. október 2018 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hófst ný herferð Stígamóta #allirkrakkar. Markmið herferðarinnar er að safna fé til að stofna fræðslumiðstöð innan Stígamóta sem myndi sinna bæði fræðslu og forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi.

Herferðinni er ýtt úr með útgáfu leikinnar auglýsingar sem endurspeglar reynslu þeirra brotaþola sem leita til Stígamóta. Myndbandið sýnir þroskasögu tveggja barna og hvernig ýmsar utanaðkomandi staðalmyndir hafa alvarleg áhrif á samskipti þeirra við aðra. Í lokin er höfðað til foreldra og þeim bent á að allir krakkar geta orðið annað hvort gerendur eða þolendur kynferðisofbeldis. Við lok myndbandsins má síðan sjá afleiðingar þess þegar farið er yfir mörk og er lokasena auglýsingarinnar nauðgunarsena, sem varað er við. Að því loknu eru áhorfendur síðan spurðir: „Hvort foreldrið viltu vera? Foreldri gerandans eða þolandans? Kjóstu núna.“

„Auglýsingin er þroskasaga krakka. Það má sjá stráka sem horfa á klám, sýnir fyrirmyndir stelpna. Eins og Kim Kardashian sem dæmi. Fyrirmyndir sem eru ekkert endilega mjög jákvæðar. Hún sýnir það hvernig börn alast upp við staðalímyndir og hversu lítið mótvægi er við þeim. Það er engin gagnrýni á þær,“ segir Anna Bentína, starfskona Stígamóta í samtali við Fréttablaðið.

„Hún er sjokkerandi. Við gerum okkur fulla grein fyrir því. En hún á að vera það og það er markmiðið að fólk staldri við og hugsi,“ segir Anna Bentína.

Þó að foreldrar séu sérstaklega ávarpaðir í auglýsingunni þá á hún erindi við alla. „Þau eru hluti af miklu stærra samhengi og við erum að kalla eftir samfélagslegri ábyrgð. Þetta eru börnin okkar og það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Við erum öll þessi foreldrar,“ segir Anna Bentína.

Anna Bentína Hermansen

Fræðast má nánar um átakið á heimasíðu allirkrakkar.

Einnig má finna fræðsluefni á heimasíðu átaksins #sjúkást þar sem lögð var áhersla á heilbrigð samskipti nánum samböndum.

Klámefni aðgengilegt öllum á netinu – Meðalaldur stráka sem horfa á klám í fyrsta skipti er 11 ára

Í pistli sem Anna Bentína skrifaði á Vísi kemur fram að meðalaldur íslenskra stráka þegar þeir horfa á klám í fyrsta skipti er 11 ára. Klámefni sem er aðgengilegt öllum á netinu í dag er í flestum tilfellum ofbeldisfullt og dregur ekki upp raunsæja mynd af kynlífi. 45% stráka í 8.-10. bekk á Íslandi horfa á klám einu sinni í viku eða oftar sem segir okkur að mjög margir strákar hafi séð margfalt fleiri klukkustundir af klámi en þeir hafa fengið af kynfræðslu og umræðu um þessi mál. Í klámi er markaleysi allsráðandi og lítil áhersla á samþykki og heilbrigð samskipti þannig að myndin sem margir strákar fá af kynlífi er ansi skekkt og óraunsæ.

Tölfræði Stígamóta sýnir að gerendur kynferðisofbeldis eru fyrst og fremst ungir menn. Ennfremur endurspegla frásagnir brotaþola áþreifanlega áhrif kláms. Kynferðisofbeldi er ekki náttúrulögmál heldur lærð hegðun og rannsóknir sýna að þar geti klámáhorf spilað stórt hlutverk og haft mikil áhrif, til að mynda á viðhorf til kynlífs, upplifunar á kynlífi, kynverund áhorfandans og viðhorfs til kvenna.

Það er mikilvægt að fræða alla krakka um kynlíf og gera þarf betur þegar kemur að samskiptum og mörkum. Sá sem beitir ofbeldinu er alltaf ábyrgur fyrir því – hins vegar ber samfélagið ábyrgð á því afskiptaleysi sem klámáhorfi unglinga er sýnt. Foreldar eru hluti af þessu samfélagi en þetta er ekki eingöngu þeirra viðgangsefni heldur einnig stjórnvalda, menntakerfisins og almennings alls.

Sendu SMS-ið ALLIRKRAKKAR í 1900 til að leggja þitt af mörkum (1.900 kr.) til fræðslu og forvarnarverkefna Stígamóta.

Átakið mun ná hámarki fimmtudagskvöldið 1. nóvember kl. 20.40 með fræðsluþætti á RÚV sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“