Sunnudaginn 28. október stendur Forlagið fyrir málþingi um skáldið Sigurð Pálsson (1948-2017) í Veröld – húsi Vigdísar, í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Málþingið er haldið í tilefni af útkomu úrvals úr ljóðum Sigurðar sem ber heitið Ljóð muna ferð og JPV útgáfa – Forlagið gefur út.
Átta samferðamenn Sigurðar munu fjalla um skáldið, vininn, kennarann og lærimeistarann. Erindi flytja Einar Kárason, Hlín Agnarsdóttir, Pétur Gunnarsson, Ragnar Helgi Ólafsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sjón, Sunna Dís Másdóttir og Þórarinn Eldjárn. Ingvar E. Sigurðsson leikari mun lesa upp úr ljóðaúrvalinu. Kynnir verður Kristján Þórður Hrafnsson, en hann valdi efnið í ljóðaúrvalið.
Dagskráin hefst kl. 15 og aðgangur er ókeypis.
Dagskrá:
Einar Kárason: Vinarminning.
Viðkynni við Sigga, samstarfsmann, nágranna, mentor og náinn vin.
Sunna Dís Másdóttir: Sigurður Pálsson, ljóðmagnari.
Af lærimeistaranum og ljóðmögnun hans, frá sjónarhóli nemanda.
Ingvar E. Sigurðsson les upp úr Ljóð muna ferð.
Þórarinn Eldjárn: Vega, nema, muna – ástmögur sólarinnar.
ÞE vegur, nemur og man sitthvað um SP og ljóð hans.
Sigurbjörg Þrastardóttir: Atlas í vasa.
Um ferðafélagann Sigurð Pálsson.
Hlé.
Ragnar Helgi Ólafsson: In Memoriam: Sigurður Pálsson.
Erfiljóð um Sigurð Pálsson.
Sjón: Farið í skóbúðir með Sigurði Pálssyni.
Sjón rifjar upp eftirminnilegar skóbúðaferðir með Sigurði Pálssyni.
Ingvar E. Sigurðsson les upp úr Ljóð muna ferð.
Hlín Agnarsdóttir: Að kynnast SP á réttum leshraða.
Um ritlistarkennarann SP eins og hann birtist í Táningabók.
Pétur Gunnarsson: Sigurður Pálsson – samferðamaður.
Í för með Sigga Páls í lífi og ljóðum.
Kynnir: Kristján Þórður Hrafnsson.