fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Raftónlistartvíeykið Psychoplasmics gefur út sína fyrstu plötu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 25. október 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástríðuverkefni hinna íslensku taktsmiða Lord Pusswhip og Alfreð Drexler orðið að veruleika

Árið 2015 gáfu þeir Lord Pusswhip og Alfreð Drexler út lagið og myndbandið 101 Reykjavík undir nafninu Psychoplasmics – kraftmikla blöndu af þungu nýbylgjurappi og framsæknum danstónlistarpælingum, sem vakti verðskuldaða athygli í neðanjarðar- og netheimum SoundCloud og YouTube.

Lagið og myndbandið höfðu líka mikil áhrif á tónlistarsenuna á Íslandi en myndbandið setti staðalinn fyrir tónlistarmyndbönd með heimagerðum blæ og fagurfræði gömlu VHS-spólunnar.

Þeir félagar fluttu í framhaldinu til Berlínar þar sem þeir hófu undirbúning að fyrstu plötu tvíeyksins í fullri lengd. Sú vinna stóð þar ytra í rúm tvö ár. Eftir að hafa gert tilraunir með mismunandi hljóðheima undir áhrifum af klúbbasenu Berlínarborgar lá fyrir hráefni í háhraða og háklassa fyrstu útgáfu sem nú lítur dagsins ljós.

Þeir Lordinn og Alfreð fá hér aðstoð frá góðum gestum í senunni eins og Bngrboy, Birni, Flóna og TY.

Úr verður spennandi för um skynvillukenndan og fjölbreyttan heim raftónlistarinnar. Hljóðheimur sem er mitt á milli gömlu „analog“ kynslóðar tíunda áratugarins og framúrstefnulegri yfirlýsingu þess sem koma skal.

Fyrsti singúllinn af plötunni, 107 RVK, er nú kominn út á öllum helstu tónlistarveitunum. Lagið er beint framhald af fyrsta laginu 101 Reykjavík og er miklu meira af efni frá dúettinum á leiðinni þar til platan sjálf kemur út í fyrri part nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið