fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fókus

Lífsstílskaffi með Ingrid Kuhlman um jákvæða sálfræði

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 25. október 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boðið verður upp á Lífstílskaffi í Borgarbókasafninu Sólheimum í dag kl. 17.30. Þar mun Ingrid Kuhlman leiða gesti í allan sannleik um hvernig hægt sé að auka vellíðan með aðferðum jákvæðrar sálfræði. Hún mun meðal annars skoða hvað rannsóknir á velferð einstaklinga hafa leitt í ljós og fjalla um hamingjuaukandi leiðir. Auk þess fer hún í mikilvægi þess að þekkja og efla styrkleika sína, en með því er hægt að auka líkurnar á að blómstra og lifa sínu besta lífi.

Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun sem hefur það markmið að efla rannsóknir á jákvæðum þáttum mannlegrar hegðunar eins og styrkleikum, vellíðan, velgengni, þakklæti, seiglu, gildum (dyggðum), von, jákvæðum tilfinningum, tilgangi, bjartsýni og hamingju. Hún veltir fyrir sér hvað einkennir einstaklinga sem ná á farsælan hátt að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífinu og finnur leiðir til að skapa umhverfi þar sem einstaklingur nær að blómstra og lifa sínu besta lífi.

Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Hún er með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði frá Bucks New University.

Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Lopez „brjáluð“ yfir myndunum af Ben Affleck með fyrrverandi

Jennifer Lopez „brjáluð“ yfir myndunum af Ben Affleck með fyrrverandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjálmar ræðir um aðdraganda hjartaáfallsins – „Þetta var svo mikill sársauki að mig langaði bara út úr líkamanum“

Hjálmar ræðir um aðdraganda hjartaáfallsins – „Þetta var svo mikill sársauki að mig langaði bara út úr líkamanum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginmaður Dolly Parton sást síðast á almannafæri fimm árum áður en hann dó

Eiginmaður Dolly Parton sást síðast á almannafæri fimm árum áður en hann dó
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý Ármanns var búin að sjá fyrir áform Ásthildar

Ellý Ármanns var búin að sjá fyrir áform Ásthildar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástæða þess að Dolly Parton eignaðist aldrei börn

Ástæða þess að Dolly Parton eignaðist aldrei börn