Hressleikarnir fara fram í 11. sinn þann 3. nóvember, en árlega er safnað fé til styrktar góðu málefni, fyrir einstakling, fjölskyldu eða málefni sem þarf á aðstoð nærsamfélagsins að halda.
Í ár var ákveðið að safna fyrir hjónin Fanney Eiríksdóttur og Ragnar Snæ Njálsson og börn þeirra þau Emilý Rósu 3 ára og Erik Fjólar þriggja vikna. Þess má einnig geta að Gyða Eiríksdóttir þjálfari í Hress er systir Fanneyjar.
Lestu einnig: Hressleikarnir 2018 – Safnað fyrir Fanney og fjölskyldu – Greindist með krabbamein á meðgöngu
Hvað eru Hressleikarnir? Allir geta tekið þátt í, hvort sem þeir eiga kort, eða æfa í Hress eða ekki. Liðin eru nokkur og í hverju liði eru 30 manns sem hreyfa sig í 2 klukkustundir. Farið er á milli stöðva, hot yoga, spinning, stöðvaþjálfun, brennslutæki og fleira.
Í dag þegar átta dagar eru í Hressleikana þá eru aðeins sjö pláss laus.
Söfnunarreikningur Hressleikana 0135-05-71304, kennitala 540497-2149 og geta allir lagt inn á þann reikning hvort sem þeir taka þátt í Hressleikunum eða ekki.
Nánar um Hressleikana hér.
Happdrættislínur
Einnig er byrjað að selja happdrættislínur í móttöku Hress, Dalshrauni 11, Hafnarfirði.
Fullt er af veglegum vinningum, meðal annars:
Nike gjafakort upp á 25.000 kr. 3 stk.
Brikk gjafakort
Bætiefnabúllan
Fitnessvefurinn
Árituð treyja frá Söru Björk Gunnarsdóttir
Sælkeraheftið frá Telmu Matt
Einkaþjálfarar gefa mælingu eða einkaþjálfun
Musik og Sport