fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Fjölgun alvarlegra umferðarslysa er ein birtingarmynd vímuefnavanda

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 25. október 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölfræði sem sýnir alvarlega þróun í vímuefnaakstri og fjölgun slysa þess vegna var kynnt á fundi aðila sem vinna að forvörnum. Samgöngustofa og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóðu að fundinum, en auk fulltrúa þaðan mættu til fundarins fulltrúar frá embætti ríkislögreglustjóra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, bráðamóttöku Landspítalans, SÁÁ og Minningarsjóði Einars Darra #egabaraeittlif.

Alvarlegum umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum vímuefna hefur fjölgað gríðarlega. Þannig er aukin fíkniefnaneysla ekki aðeins hættuleg notendum efnanna heldur öllum vegfarendum.

Fjallað er um fundinn á heimasíðu Samgöngustofu, en fundurinn var skref í þá átt að mynda breiðfylkingu til að vinna samhent að leiðréttingu á þeirri varasömu þróun sem sýnilega er orðin með aukinni vímuefnaneyslu. Farið var yfir stöðuna eins og hún birtist til dæmis með vaxandi fjölda umferðarslysa sem rakin eru til aksturs undir áhrifum löglegra og ólöglegra vímuefna.

Kynnt var tölfræði frá Samgöngustofu, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og bráðamóttöku Landspítalans.

Í tölum sem sýna komur á bráðamóttöku Landspítalans og innlagnir þaðan á spítala, tengt fíkniefnum, sést mikil aukning undanfarin 3 ár. Árið 2015 var fjöldinn allt árið 130 en þegar enn eru 74 dagar eftir af árinu 2018 er fjöldinn kominn upp í 209.

Brotum vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgað um 65% það sem af er 2018

Á tölum lögreglunnar má sjá að brotum vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna (ekki ölvunarakstur) hefur fjölgað um 65% það sem af er árinu 2018 samanborið við meðaltal á sama tímabili síðustu þrjú ár á undan. Fjöldi skráðra brota hjá lögreglu ræðst meðal annars af þáttum eins og eftirliti lögreglu og er þessar tölur því ekki réttur mælikvarði á eiginlega stærð vandans því til dæmis með auknu eftirliti eru líkur á að fjöldi skráðra brota aukist. Það er því réttast að skoða fjölda þeirra slysa sem skráð eru og tengjast neyslu ökumanns á fíkniefnum.

Aukning í fjölda slysa vegna vímuefnaaksturs

Samkvæmt slysatölfræði Samgöngustofu hefur á þessu ári orðið gríðarleg aukning í fjölda slysa vegna vímuefnaaksturs. Samkvæmt spám má ætla að fjöldi alvarlega slasaðra og látinna fari upp í 14 í árslok miðað við 8 í fyrra.

Það er ljóst að áhrif fíkniefnaneyslu á lýðheilsu, lífslíkur fólks og tíðni slysa er mjög mikil – sama hvernig á það er litið. Allir fundargestir voru sammála um að stuðla að því að finna árangursríkar leiðir sem styrkja og styðja við varnir gegn margþættum birtingarmyndum þessa stóra vanda. Mikilvægt er að ræða stöðuna fumlaust, eins og hún er í raun og veru. Hópurinn mun hittast aftur og nýta þennan sameiginlega vettvang til að ræða leiðir til að auka fræðslu til almennings, ungmenna, foreldra og kennara. Um er að ræða samfélagslegt, lýðheilsuvandamál sem með mjög alvarlegum hætti má meðal annars sjá afleiðingarnar af í umferðinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Í gær

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“