fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Delía: : „Þetta fannst mér erfitt, því ég var enn í lyfjameðferð“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 25. október 2018 09:00

Mynd: Ásta Kristjánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kallaði strax í krakkana mína og tengdabörn og sagði þeim frá þessu og þau hafa verið mér óskaplega mikill og góður stuðningur. Síðan stofnaði ég hóp á Facebook sem ég kallaði Verkefnið 2017 og í honum eru hátt í 70 nánar vinkonur, fjölskyldumeðlimir og svo vinkonur sem tengjast mér til dæmis í gegnum hundana, vinnuna og svo framvegis. Eini karlmaðurinn í hópnum er sonur minn. Þessi hópur hefur verið mér ómetanlegur í ferlinu og ég er bara svo sjúklega heppin með þau öll,“ segir Delía Kristín Howser, sem uppgötvaði hnút í brjóstinu í lok mars 2017 og fékk í framhaldinu greiningu um að hún væri með brjóstakrabbamein. Við tók brjóstnám, lyfjameðferð og svo uppbygging brjóstanna, en það ferli er enn í gangi þar sem eftir á að móta geirvörtu, gera tattoo og fylla upp með fitu.

Delía er ein af þeim konum sem segja sögu sína í tengslum við átak Bleiku slaufunnar 2018, en líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Hér má finna heimasíðu átaksins.

Mynd: Ásta Kristjánsdóttir

Þegar hárið fór að vaxa aftur á Delíu eftir meðferðina fékk hún gjarnan spurninguna: „Bara alveg orðin hress?“ Þessu fylgdi undrun yfir því að hún væri ekki komin á fullt aftur í vinnu: „Þetta fannst mér erfitt, því ég var enn í lyfjameðferð.“

Delía mælir með því að fólk sé bjartsýnt lendi það í þessum aðstæðum, hlusti á lækna- og hjúkrunarteymið og fylgi því sem þau segi:

Já, og leyfi sér að skæla og vera sár og reið, því það er hluti af ferlinu, en bara passa sig að dvelja þar ekki of lengi. Það er svo mikilvægt að njóta hverrar mínútu og framkvæma það sem þig langar og treystir þér til. Og umfram allt annað er mikilvægt að hreyfa sig.

Á heimasíðu átaksins Bleika slaufan má finna sögu Delíu í heild sinni og lesa sögur annarra kvenna sem greinst hafa með krabbamein.

Aukin áhersla á þátttöku kvenna í skimun

Líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.

Vinahópar skipta máli

Á heimasíðu átaksins segir: „Í Bleiku slaufunni í ár viljum við taka höndum saman við vinnustaði, saumaklúbba og aðra vinahópa sem hafa sýnt sig að vera dýrmætur stuðningur við þá félaga sem veikjast af krabbameini og fá þá til að taka í sameiningu ábyrgð á því að „konurnar þeirra“ nýti tækifæri til reglubundinnar skimunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið