Bjarni Ármannsson fjárfestir og Helga Sverrisdóttir, eiginkona hans, hafa fest kaup á rúmlega 500 fermetra húsi við Ægisíðu.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Húsið sjálft er 450 fermetrar en í því eru tveir bílskúrar sem eru rúmir 50 fermetrar samtals. Heildarfermetrafjöldinn er því 504,9 fermetrar. Um er að ræða glæsilegt hús sem hefur verið endurnýjað mikið á undanförnum árum. Útsýnið er engu líkt en húsið var byggt árið 1953.
Parket með fiskibeinamunstri er á gólfum og í kjallaranum er þriggja herbergja íbúð með sérinngangi.
Hér má sjá myndir af húsinu.