fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Halla Dagný: „Maður getur gert margt skemmtilegt og lifað góðu lífi þó maður sé með krabbamein“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ótrúlegt hvað það getur skipt miklu máli að finna fyrir því hvað margir eru til staðar fyrir mann ef eitthvað kemur upp. Ég fékk óendanlegan stuðning bæði frá fjölskyldu og vinum, en líka frá samfélaginu heima á Þórshöfn,“ segir Halla Dagný Úlfsdóttir, sem greindist með leghálskrabbamein á 4. stigi í byrjun árs þegar hún var 24 ára. Lyfjameðferð lauk í maí og Halla Dagný hefur verið í viðhaldsmeðferð sem mun standa yfir að óbreyttu í nokkuð langan tíma.

Halla er ein af þeim konum sem segja sögu sína í tengslum við átak Bleiku slaufunnar 2018, en líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Hér má finna heimasíðu átaksins.

Halla Dagný Úlfsdóttir Mynd: Ásta Kristjánsdóttir

Halla Dagný segist hafa sætt sig nánast strax við þetta hlutskipti, enda vissi hún að hún gat ekkert gert til að breyta þessu. „Ég hef mikla trú á jákvæðri hugsun og einbeitti mér að uppbyggilegu hlutunum og að reyna að vera í núinu. Það er reyndar nauðsynlegt ef maður vill halda geðheilsunni þegar það ríkir svona mikil óvissa í lífinu. En þegar hausinn var alveg á yfirsnúningi og ekkert virkaði gat ég alltaf leitað til fjölskyldunnar eða vina og annað hvort talað um hlutina eða fengið kærkomna pásu.“

Þegar ég horfi til baka þá koma mjög fáar slæmar eða neikvæðar tilfinningar upp.  Ég var með 4. stigs krabbamein og er enn í meðferð. Þetta var erfitt. Mér leið oft alveg ógeðslega og var að berjast fyrir lífi mínu. En það hefur allt fallið í skuggann af því góða og skemmtilega sem ég hef gert á árinu. Maður getur nefnilega gert margt skemmtilegt og lifað góðu lífi þó maður sé með krabbamein.

Fyrir mér er mikilvægt að elska sjálfan sig og það gerir maður með því að rækta líkama og sál, viðhalda og rækta sambönd, vera jákvæður og glaður og taka því sem lífið hefur upp á að bjóða. Það er svo mikilvægt að líta ekki til baka með eftirsjá eða reiði.

Að lokum hvetur Halla Dagný kynsystur sínar til að mæta í legháls- og/eða brjóstaskoðun þegar þær eru kallaðar inn eða ef einhver einkenni gera vart við sig.

Þetta getur komið fyrir alla. Við erum lifandi sönnun þess. Það er rík ástæða fyrir skimuninni og við höfum það tækifæri að geta nýtt okkur hana. Mig langar líka að hvetja kærasta, eiginmenn, feður, bræður, frændur og vini til að vera meðvitaðir um þessa hluti og hvetja konurnar í sínu lífi í skoðun. Þegar krabbamein af þessu tagi er orðinn raunveruleiki kemur það nefnilega öllum við, ekki bara konum.

Á heimasíðu átaksins Bleika slaufan má finna sögu Höllu í heild sinni og lesa sögur annarra kvenna sem greinst hafa með krabbamein.

Aukin áhersla á þátttöku kvenna í skimun

Líkt og undanfarin 11 ár tileinkar Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið til þeirrar fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir, með sérstakri áherslu á krabbamein hjá konum og hvatningu um að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum.

Vinahópar skipta máli

Á heimasíðu átaksins segir: „Í Bleiku slaufunni í ár viljum við taka höndum saman við vinnustaði, saumaklúbba og aðra vinahópa sem hafa sýnt sig að vera dýrmætur stuðningur við þá félaga sem veikjast af krabbameini og fá þá til að taka í sameiningu ábyrgð á því að „konurnar þeirra“ nýti tækifæri til reglubundinnar skimunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið